Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 178
lendinga, ber mest á oftízkunni, kollvörpun liefðbund-
inna sjónarmiða, og ber mest á því hjá óþroskuðustu
listamönnunum, eins og vænta má. Yfirjafnvægið, sem
birtist í listinni á þennan bátt, getur einnig átl sér
fleiri og persónulegri orsakir, svo sem óttann við það,
að ekki verði tekið eftir sér, að þeir liverfi inn í nafn-
lausan fjöldann. Það er alþjóðlegt fyrirbrigði. Þetta
sterka afl mannlegs sálarlífs hefur oft borið fram blund-
andi liæfileika til persónulegs sigurs. Efamál er það
aftur á móti, live bætandi það er fyrir bókmenntirn-
ar og bókmenntasmekk fólksins. Sem fulltrúa í íslenzk-
pm bókmenntum fyrir þá tegund ofvægis i listinni, sem
iiér er fjallað um, vil ég taka rit þeirra skálda okk-
ar, sem þola það bezt: Fyrstu bækur Halldórs Kiljans
Laxness, Undir Helgahnúk, Vefarann mikla frá Kas-
mir og Off björgin klofnuðu eftir Jóhannes úr Kötlum.
Hugsjónalegir þættir liafa þó orkað sem eflir á fram-
köllun og mótun rits hins síðarnefnda höfundar.
Hin andstæðan, afturlivarfið til verðmæta fortiðar-
innar, er borin uppi af vanmáttartilfinningu gagnvart
verðmætum nýrra, slcapandi bókmennta með þjóðinni.
Hún hefur nú fengið siðferðilegan bakhjarl i erlendri
þjóðmálastefnu, þar sem blaðamenn og rithöfundar eru
látnir gera gælur við fortíðarmenninguna í pólitísku
áróðursskyni. Islenzlcir rithöfundar af þessu tagi liafa
•svo látið sefjast upp í blindan þjóðarmetnað og forn-
aldardýrkun. Óttinn við smæðina knýr þá til að nota
hin viðurkenndu og þelcktu verðmæti fortíðarinnar sem
agn til að beina atliygli heimsins að þjóðinni í dag.
'Slik liugsanatengsl leiða til óbeinna ályktana um það,
uð nútíma-Islendingurinn sé hin sama mannlega stærð
-og hinir dramatísku persónuleikar, sem sagnritararn-
ir skópu á 13. öld. I íslenzkum bókmenntum má finna
þessa tegund ofvægisins jafnt innan ramma fræðirits-
ins sem skáldritsins. Sem fulltrúa þeirra má nefna
Jslendinga eftir Guðmund Finnbogason og nýjustu bók
176