Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 179
•Guðmundar Kambans, Jeg ser et stort, skönt Lcuul (sbr.
iileinkunina)x).
Hér skal aðeins lítillega minnzt á aðrar listgreinir,
svo sem málaralist og tónlist. í málaralistinni liefur
Korið meira á oftízkunni. Listamanninum hættir um
of við að lianga aftan i nýjustu listastefnum og skól-
•um, jafnvel „stilisera“ enn meir en forskriftirnar segja
til. Slikt lilýtur alltaf að verða á kostnað persónulegr-
•ar listar. Ég vil í þessu sambandi vísa til ummæla
danskra blaða um sýningu islenzkra listamanna í Kaup-
mannahöfn á síðastliðnu bausti.
Tónlistin, sexn minnstrar ræktar hefur notið og krefst
■enda mests undirbúnings af listamönnunum, liefur frek-
ar hneigzt að afturhvarfinu til forlíðarinnar. Það birt-
ist i endursköpun og raddsetningu gamalla laga, sem
iónskáldin bafa talið þjóðleg. En listamenntir okkar
eru nú i þvi horfinu, að þeim er meiri þörf nýsköp-
unar en endursköpunar.
Ég bef þegar getið þess, að yfirjafnvægi tilfinninga-
lifsins er afl, sem oft getur borið fram skapandi list,
sem ella væri óborin i blundandi hæfileikum. Sleppi
það aftur á móti ekki taki sínu, eftir að hæfileikarnir
•eru vaktir og listamanninum sköpuð vaxtarkjör, þá
orkar það sem tregða á þroska persómilegrar listar.
Jafnvægi í tilfinningalífi getur eitt skapað jafnvæga
list, en jafnvæg list er öll þroskuð list — ekki öfugt.
— Það útilokar ekki, að listin sé notuð í þágu lífsins,
til baráttu fyrir liugsjón.
Þá er rétt að liverfa aftur að orsökinni, vanmáttar-
tilfinningu þjóðarinnar. Hvernig verður lienni útrýmt
■og þjóðinni gefið heilbrigt uppeldi og lieilbrigð þekk-
ing á sjálfri sér? Á þvi er varla til nema ein lausn:
1) Jeg tilegner denne Bog Vikingetidens Aand bagved Modet,
Höjsind bagved Kraften, som i vor Tid lever i Begrebet: Man-
•den fra Nord.
177