Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 180
Aukin menntun, fræðsla jafnt á verklegu sviði seni
andlegu. En fyrir alla muni fræðsla án ávítunar fyrir
vankunnáltu, kennsla án refsivandar. Það livílir því
mikil ábyrgð á þeim, sem flytja erlenda menntun og
tækni inn i landið, lslendingnum erlendis. Þótt hann
kaupi sjónarmið sin og menntun dýru verði, hljóti
móðganir fyrir hönd lands síns, bíði jafnvel tjón á
tilfinningalífi sínu og sleppi þaðan kalinn á hjarta„
eins og Grimur Thomsen, má hann ekki láta „rétt-
láta“ vandlætingu sina bitna aftur á þjóðinni, þegar
hann hirtir henni vísdóm sinn. Það livilir á honum erfitt
verlc uppalandans, sem lætur sér ekki einungis annt
um, hvað hann fræðir, lieldur hvernig hann fræð-
ir. Og i þessu efni er hlutverk hans þvi erfiðara, því
smærri sem þjóðin er, eins og það er að sínu leyti erfið-
ara að ala upp barn, sem fáa á að, heldur en það, sem
kemur úr stórri fjölskyldu. Fyrsta verk uppalandans.
er að útrýma tortryggni þess og vinna traust þess. Leið-
in til þess er að skilja barnið.
Vegna aðstöðu sinnar og lítillar menningar, er þjóð-
in í kreppu, jafnt andlega sem efnalega séð. Tilfinn-
ingalíf hennar þarf að komast í jafnvægi. Hún þarf
áð finna sjálfa sig. Það er hlutverk menntamannanna
að stýra fram hjá öllum hættum, gæta þess, að hún
liverfi hvorki inn í sjálfa sig eða aftur til fortiðar-
innar og annarra óverulegra hugmyndaheima, — eins
og á kúgunartímabilinu, eftir að hún missti stjórn-
málafrelsi sitt, — eða gangi of langt til hinnar lilið-
arinnar og hleypi erlendum straumum mótstöðu- og.
gagnrýnilaust inn i landið. Að þvi er listinni við lcemur,,
er að vísu eklci hægt að setja henni neinar skorðmv
því að frelsið er lífsskilyrði hennar, en sagan hefur
sýnt, að þroskaðasta listin er sú, sem stendur föstum
rótum i þjóðlegri mold, en snýr blaðskrúði sinu aci
ljósi alþjóðlegrar menningar.
Ég talaði í upphafi um íslendinginn erlendis og þau
178