Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 182
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
ÓLAFS SAGA KÁRASONAR LJÓSVÍKINGS.
Með þeim Iveim bindum, sem út eru komin, Ljósi
lieimsins og' Höll sumarlandsins, er svo langt komið
fram í liið nýja skáldverk Halldórs Kiljans Laxness,
næst eftir Sjálfstætt fólk, að timi er til kominn að
skyggnast þar dálítið um.
Eins og ævi Bjarts i Sumarhúsum var uppistaðan í
Sjálfstæðu fólki, eins er það saga Ólafs Kárasonar Ljós-
víkings, sveitarómaga og skálds i einni persónu, sem
liér er verið að skrifa. Efni skáldverksins, svo langt
sem enn er komið sögu, er á þessa leið:
I.
Ljós heimsins lýsir uppvaxtarárum 01afs Kárasonar
á afskekktum sveitabæ við Ljósuvík, er hann tekur
sér nafn eftir. Bærinn heitir Fótur undir Fótarfæti.
Búa þar tveir bræður, Nasi og Júst, livor fyrir sig fjár-
eigandi og útgerðarmaður, með móður sinni, Kamar-
illu, og systur, Magnínu. Ein vinnukona er á bænum,
Jana, og húskonan Karitas. Ólafur er niðursetningur,
sem á engan að. „Móðir hans liafði átt barn fram hjá
föður lians og faðir lians liafði svikið móður hans, hæði
höfðu svikið drenginn.“ Hann var strax látinn þræla,
löngu áður en liann liefur nokkurt táp til þess. IJver
180