Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 183
dagur er honum ofurefli. Hann er kraftalaus og óvinnu-
gefinn aÖ uppiagi, allur eins og utan við heiminn. Ljósa-
vík er vina lians. Þar sekkur hann sér niður í drauma
sina og heyrir hljóma i náttúrunni. Bókin er sá mikli
leyndardómui’, er hann þráir að ijúka upp. Gegn þessu
eðlisfari hatast hver persóna á heimili húsfreyju Kam-
arillu. Þegar finnst lijá honum bók, sem liann liafði
l’alið inni á sér, kemst allt heimilið í uppnám, og það
er skipað að láta „þennan fjanda strax undir pottinn“.
„Þá fór hann að gráta. Það var liin fyrsta stóra sorg,
sem hann mundi.“ Það er ekki að orðlengja: Allir á
heimilinu hafa horn í siðu lians, hann er rekinn til
vinnu, barinn, látinn sæta misþyrmingum, sveltur hálfu
og heilu hungri. Yerstir eru húsbændurnir, Júst og Nasi,
er láta allar sínar innbyrðis illdeilur bitna á Ólafi.
Enginn tekur svari hans, en þegar misþyrmingarnar
ganga úr hófi fram, eru honum bættar þær upp með
sykurkörtu eða smurðri brauðsneið. Fer svo, að Ólaf-
ur leggst að fullu og öllu í rúmið af veikindum, hræðslu
og ímyndun. Mestur hluti af Ljósi heimsins segir frá
legu lians undir súðinni, þeim einu atvikum, sem ger-
ast innan sjónvíddar hans á pallinum, hugmyndum
lians, skynjunum hans á lífi lieimilisfólksins og þeim
fáu samböndum, sem hann reynir að ná við umheim-
inn. Eftir að Ólafur er lagztur, er tekið á heimilið gam-
almenni, sem hefur búið í 30 ár, en flosnað að síðustu
upp, og er nú komið á sveitina. Þetta gamalmenni lýk-
ur upp nýjum heimi skáldskapar fyrir Ólafi Kárasyni.
Það hafði þekkt skáld, Guðmund Grímsson Grunnvík-
ing, sem það tilbað og tók ástfóstri við og taldi mestan
meistara og speking, sem uppi væri á Norðurlöndum,
enda hafði Guðmundur skrifað yfir tvö hundruð bæk-
ur. Gamalmennið liét Jósep. Nú geymdi hann einn dýr-
grip, bókaslitur í klút, rímur með hendi þessa uppá-
lialdsskákls síns og kvæði og visur, sem hann hafði
verið að safna alla sina ævi. Það var mesta hamingja,
181