Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 184
sem Ólafi Kársyni hafði veitzt, þegar gamalmennið
gerði hann að trúnaðarmanni sínum og fól honum að
geyma böggulinn á daginn. Eftir skamman tíma tóku
húsbændurnir að misþyrma Jósepi gamla. Einn daginn
kom hann inn „ataður í leðju á annarri hliðinni, allt
upp á kinn. Leðjan sat einnig i hinum silfurhvitu lokk-
um, sem voru lians prýði, lians virðing. Og hann grét.“
Þá flýði hann af bænum á náðir hreppstjórans, en
þar var ekki miskunn að finna, hann flutti hann dag-
inn eftir til baka. Upp úr þessu veiktist Jósep gamli
og dó. „Hann, þessi gamli þrifni maður, sem átti nokkr-
ar bækur í klút og sjö börn í jörðu og sjó, og hafði
ætlað að verða skáld, mikið dó liann umkomulaus.“
„Og mikið fjarskalega var litið gert fyrir hann dag-
ana, áður en hann dó.“ En hann dó með nafn skálds-
ins síns á vörunum. Andlát lians liefur djúp áhrif á
Ólaf. Hann ásetur sér að verða mikið skáld og fer að
yrkja af kappi. Og ein og ein vísa fýkur niður um stiga-
gatið og kemst í hendur húsfreyjunnar. Og hver vísa
táknar refsingu, liún getur falið í sér gagnrýni á heim-
ilinu, verið áliti þess liættuleg, komið upp um með-
ferðina á niðursetningnum. En í skáldskapnum felst
máttur, jafnvel töfrar, sem er gott að geta beitt. Þess
vegna leitar sumt lieimilisfólkið til Ólafs á laun til að
láta hann }rrkja fyrir sig, þegar það er í nauðum statt.
Það er fyrir aðstoð hans, að Nasi nær ástum vinnukon-
unnar og verður bróður sínum hlutskarpari. í hrúð-
kaupi þeirra kemur einn af gestunum, Jarþrúður floga-
veika, upp á pallinn til Ólafs og játar fvrir honum
aðdáun sína og ást, svo að lijörtu þeirra runnu saman
i gagnkvæmum skilningi andans. Þessari tilbeiðsluríku
stúlku skrifar hann síðar meir heitt ástarbréf og læt-
ur kvæði fylgja. Kamarilla kemst yfir bréfið, rífur það
upp og er nú fyrst nóg boðið, þegar þessi kararaum-
ingi fer að biðja sér flogaveikrar stúlku. Hún neitar
að hafa skáldið lengur. Það er komið eftir honum, og
182