Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 185
liann er fluttur á kviktrjám yfir lieiði áleiðis til Svið-
insvikur. Næstu nótt er gist hjá Þórunni i Ivömbum,
•er hefur samband við huldulækninn Friðrik, og lækn-
ai hún Ólaf um nóttina, svo að hann gengur alheill
xneð Þórunni út í vornóttina. Daginn eftir er haldið
áfram, kviktrén skilin eftir, komið við hjá Guðmundi
-G. Grunnvíkingi og siglt um lcvöldið út að ströndinni
hinum megin. Þar endar Ljós heimsins.
í Höll sumarlandsins er Ólafur kominn til Sviðins-
^víkur. Þar var honum ætlaður staður á niðursetninga-
hæli í þorpinu. Hann vaknar fyrsta morguninn við það,
nð yfir honum stendur gamall maður með stafprik í
hendinni og var að reyna að berja hann. Hann er kom-
inn innan um vitfirringa og fábjána, svo hræðilega
nfskræmdar myndir þjáninga, að hann fyllist viðbjóði
og skelfingu og flýr hurt úr því húsi. í dyrum hússins
á móti kynnist hann fyrst Vegmey, er varð ástmey hans
þetla sumar. Oddvitanum mætli liann á götunni, og þeg-
ar liann sá niðursetninginn heilbrigðan, brá honum illa
~við, stöðvaði framkvæmdarstjóra Viðreisnarfélagsins á
staðnum, Pétur Þríhross, er kom þeysandi á gæðing-
um sínum eftir veginum og heimtaði af honum vinnu
handa ómaganum við að bera svo nefnt stjórnargrjót.
Eftir langt þref, illdeilur og hótanir þeirra á milli, fékk
Ólafur fyrir náð þessara höfðingja að vinna við grjót-
hurðinn. En þótt liann hefði læknazt, var liann mátt-
laus eftir leguna og hafði engan kraft til að hera grjót-
io og varð strax að gefast upp. Þá flýði hann burt úr
þorpinu og eignaðist um stund alsælu úti í náttúr-
unni. Honum fannst hann vera nýr maður. Það var
„unaðslegt að vera fæddur á ný og eiga sinn hlut í sól-
inni, eins og aðrir, og þurfa ekki lengur að hiða, kannski
hálft árið, eftir einum geisla. Ilann hallaði andliti sínu
inóti sólunni, eins og elskhugi, og það var í rauninni
okkert framar, sem skildi þau tvö.“ En svo kom nótt-
in. Þá leitar hann aftur til baka inn í þorpið. Þar voru
183