Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 186
allir í fasla svefni, nema Daði Eilífi, drykkjumaður-
inn á veginum, sem skáldið rakst nú á í fyrsta sinn.
Ólafur barði upp hjá Yegmey og skaut liún skjólshúsi
yfir liann. Daginn eftir gengur liann í atvinnuleit millii
höfðingja þorpsins. Hann fær einn dag að lú garð prests-
ins, og með skírskotun lil anda og skáldskapar finn-
ur hann náð fyrir augum Péturs Þríhross, hins heita
dýrkanda kærleika og andlegra hluta. I íylliríi gefur
hann Ólafi heilt hús, er stendur tómt á staðnum, eins.
konar höll veðra og vinda, stærsta hús á íslandi. Það
er höll sumarlandsins. En Ólafur verður að sverja með
upprétta þrjá fingur að gerast skáld Péturs Þríliross.
Þarna hefst Ólafur við um sumarið, innan um rottur
i kjallara hússins, og verður að skríða inn um glugga,
þvi að dyrnar voru negldar aftur. En fæði og þjónustu
fær hann hjá skáldkonu Péturs Þríhross, er sér uirt
kýr Viðreisnarfélagsins. Hefjast nú góðir dagar fyrir
Ólafi. Skáldkonan er honum eins og móðir. Hann kynn-
íst lífi þorpsins, lifir hið yndislegasta ástarævintýri með
Vegmey, fær að yrkja fyrir Pétur Þríhoss við hálíðleg
tækifæri, eins og á andatrúarfundum. En mestu skiptir,
að nú getur hann lielgað sig skáldskapnum. Ástmeyj-
an og skáldkonan tendra nýtt líf í brjósti hans, auk
þess eignast hann merkilegan vin, Örn ÍJlfar, ungt upp-
rennandi skáld i þorpinu. Nú yrkir hann ósköpin öll,
safnar i syrpu og liefur jafnvel hug á að gefa út ljóð
um haustið á Aðalfirði, þar sem móðir hans bjó. Nú'
hefur hann allt, ást, vini, heilsu og næði. Þannig líð-
ur timinn í höll sumarlandsins. En á bak við tjöldin,
utan við lif hans sjálfs, gerast samtimis atburð-
ir, sem grípa óþyrmilega inn í líf hans. Þorp-
ið liggur í kaldakoli, engin er atvinna. Einn
togari, sá siðasti, ryðgar úti á legunni, og einn dag
er liann sokkinn. Þetta stendur allt í samhandr
við skuldir syðra í bönkum og brask Péturs Þrí-
hross. Og eitt kvöld um haustið kemur Þórunn i Kömb-
184