Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 188
Hún ætlaði að vera þar með honum í haust. Nú lield-
ur hann þangað án hennar, í fylgd með Daða Eilífa,
sem hann rakst á einu sinni enn, og' liafði liann þá
til allrar hamingju ekki brunnið inni. Þessir tveir hræð-
ur í andanum fara saman á ballið. Með því endar Höll
sumarlandsins.
II.
Þetla er aðalþráðurinn i sögu Ólafs Ivárasonar Ljós-
vikings. Hann er einstök söguhetja: óhetjulegri jjersóna
er elcki til en hann. Hann er i fæstum orðum ónytj-
ungur, niðursetningur, skáldskapargutlari, „ofviti“.
Hvernig getur svona aum, skopleg vera orðið uppistaða
í margra hinda skáldsögu? Verður ekki saga um jafn
leiðinlega persónu sjálf leiðinleg, fátæk að fegurð og
tilbreytni? Ólafur ris aldrei móti liöggi fremur en kvik-
indi, sem ekki glefsar, þótt sparkað sé í það tíu sinn-
um, tuttugu sinnum. Þetta vesalings skáld virðist livorki
með holdi né blóði, líkast sveimandi ljósri vofu i myrkri
veruleikans. Hvernig getur þetta orðið söguhetja? Hann
á að vísu blá, fögur augu, og Þórunn á Kömhum tal-
ar um gullduft á hárinu á honum. En er það nóg til
að bjarga söguhetjunni, eða kraftbirtingarhljómur guð-
dómsins, sem hann skynjar í náttúrunni?
í rauninni er Ólafur Kárason, þótt hann sé aðalper-
sóna sögunnar, alls ekki gerandi hennar, heldur þol-
andi. Allir atburðirnir koma fram við liann, en þeir slcap-
ast ekki fyrir hans tilverknað. Hann á ekki annan þátt
i þeim en þann að verða að þola þá og umbera. Hann
er eins hlutlaus gagnvart þeim og lífinu og nokk-
ur maður getur frekast verið. Það er aðeins i skáld-
skapnum, sem liægt er að tala um starf og sköpun hjá
honum. En þetta er ekkert aðalatriði í sögunni. Ólafur
Kárason er gerólíkur jafn sterkmótuðum einstakling-
um og Sölku Völku og Bjarti í Sumarhúsum, sem alltaf
skapa átök, atburði og liarðar sveiflur í kringum sig.
Það má segja, að hann sé andstæða þeirra. Hlutverk
186