Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 189
hans er alls ekki, eins og þeirra, að vera söguhetja.
t>aS má ekki lita á hann þannig, þvi að það getur leitt
■til algers misskilnings á sögunni. Hann er andstæða
við alla mótun, holdgun, tregðu, efni. Hann er dæmi
«m varnarlaust, viðkvæmt líf, sárnæma andlega skynj-
un. Einmitt á þann hátt gegnir hann því hlutverki, sem
skáldið ætlar honum í sögunni. Gagnvart þeim varn-
arlausu og ofurseldu kernur lífið, menn og' atburðir,
fram í allt annarri mynd en gagnvart hinum sterku
og harðgerðu. Saga Ólafs Kárasonar á einmitt að krist-
alla í mynd lians, hinnar óhetjulegu persónu, lífið, eins
og það birtist hinum umkomulausasta í næmastri skynj-
un þjáninga, sársauka og fegurðar. Markmið höfund-
arins í þessu skáldverki er ekki það að móta álirifa-
mikla sögupersónu, heldur sýna með dæmi Ólafs Kára-
sonar, hvernig viðburðir lífsins, skynjaðir til mannlegr-
ar dýptar, koma fram við hinn varnarlausa.
Sú lífsaðstaða Ólafs Ivárasonar að vera umkomulaus
niðursetningur gerir hann í fyrsta lagi ofurseldan
allri þeirri kúgun og grimmd, sem hinir sterkari geta
leyft sér að beita lítilmagnann. Af því að hann er varn-
arlaus og minni máttar, er sjálfsagt að troða hann und-
ir fótum. Hann sætir kjörum hinna umkomulausu frá
upphafi vega. Kjarkleysi hans, hræðsla og viðkvæmni,
gerir það meira að segja að nautn að níðast á lionum.
Bræðurnir, Júst og Nasi, liafa illkvittna, eðlisræna á-
stríðu til að kvelja hann. En Ólafur er ekki aðeins fá-
tækur einstæðingur, heldur barn með andlegar tilhneig-
ingar, skáldlegt eðli. Hann er annarrar ættar, hann er
fjandsamlegt afl. Hann er andstæðan við hinn dýrslega
kraft, efnistregðuna, holdleikann. Það er ný ástæða til
að beita hann ofbeldi, hefnast á honum. Og þegar skáld-
■eðlið heldur samt áfram að vaxa í Ólafi, vísur lians
fara að berast um, vex illkvittnin því meir, en blandin
nokkrum ótta og vaknandi ósjálfráðri virðingu, með-
•vitundinni um mátt þessa eðlis. Og síðar kemur að
187