Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 190
því að fara að notfæra sér þennan mátt. Þær tilraunir
fara fram á laun hjá hverri persónunni af annarri.
Þetta gerist á heimili húsfreyju Kamarillu samtímis.
þvi, að óttinn er svo mikill við skáldskap Ólafs, að
vaka verður yfir því, að engin vísa hans berist út af
heimilinu. Hið sama endurtekur sig í skýrari mynd
síðar, þegar Pétur Þriliross gerir hann að eins konar
hirðskáldi sinu, en snýst í heipt á móti honum, þegar
hann hefur ekki lengur öruggt vald jrfir Ólafi til að
nota hann til hvers, sem honum sýnist. f bæði skiptin.
verður skáldeðli Ólafs Kárasonar aukið tilefni til að-
beita við þennan „krossbera“ tilhliðrunarlausri kúg-
nn og grimmd. Er þetta í fullu samræmi við reynslu
nútímans, sérstaklega í fasistalöndunum. Við þá, sem
eru öreigar og skáld í einni persónu, kemur grimmd-
in fram á miskunnarlausaslan hátt.
í öðru lagi þyrpist um skáldið allt, sem mestri þján-
ingu er ofurselt. Ólafur er hin ómótaða, næmgeðja sáh
liið flæðandi, kvika líf, fullt næmleika, viðkvæmni, skiln-
ings, samúðar og ástar. Hann skynjar í gegn lijörtu
mannanna, les þar einstæðingsskap þeirra og umkomu-
lej7si, jafnvel bak við þykkustu húð tregðunnar. Þann-
ig nýtur Magnína, sjálfur persónugervingur liins hold-
lega, sljóa og trega, samúðar lians. En liún launar þá
samúð á sinn hátt, sinn holdlega hátt, því að „eftir allt
saman þá skildi hún ekki andann". Jarþrúður floga-
veika, hinn mæddi fáráðlingur, verður ein kvikandi
viðkvæmni, uppleystur kærleiki, í návist hans á pall-
inum. Vegmejr, öreigastúlkan með hinn djarfa lífsvilja,.
dregst af ómótstæðilegu afli að skáldinu, þótt hún sjái
ljóst vonleysið og vitleysuna í samdrætti þeirra og verði
siðar að stökkva burt frá Ólafi. Jósep, hið tortryggna,
lífsreynda gamalmenni, trúir lionum fyrir dýpstu
leyndarmálum sínum. Jafnvel Þórunn í Kömbum, hin
ófyrirleitna, tvíræða og framgjarna, opnar honum til
liálfs sál sína. Drykkjumaðurinn, hinn Eilífi, „Jesús,
188