Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 191
bróðir minn, híf opp“, er alltaf á vegi lians, sifaðm-
•andi hann. Allt hið þjáða, upprunalega, liálfdulræna,
■óræða, stígur þannig upp úr ómælanlegum djúpum lífs-
ins, eins og seitlandi uppspretta við hjarta þessa mun-
•aðarlausa skálds, leggst að því með þunga sínum, kitl-
ar það með svala sínum og næmleika. Einstæðingarnir
hópast um skáldið, opna hug sinn, segja hluti til hálfs
eða heils, sem þeir segja aldrei neinurn, þvi að það er
harnslegl og einfalt og samúðarríkt eins og þeir. Þeir
flýja þangað í skjól, í faðm umherandi liknar og náð-
ar, svo broslega kjánalegt og tilgangslaust og vitlaust,
sem þetta kann að virðast. En stundum verða svo af-
skræmdar myndir mannlegrar þjáningar á vegi Ólafs
Kárasonar, svo fullar af viðbjóði, hryllingi og skelfingu,
að liann flýr þær í dauðans ofboði og j)olir aldrei fram-
ar að stíga þar nærri. En þá er það ekki hin uppruna-
lega þjáning, heldur sú, sem þjóðfélögin sjálf rækta og
framleiða, sú ómanneskjulegasta og sárasta.
Og þetta barn þjáningar og kúgunar fer þó siður en
svo á mis við fegurðina og unað lífsins. Hinn sami
skáldlegi hæfileiki, sem gerir Ólaf Kárason svo sár-
næman fvrir öllum mannlegum hlutum, gefur honum
möguleikann lil að njóta í ríkasta mæli þeirrar fegurð-
ar, sem lifið hefur að hjóða honum. Náttúran, eins og
mennirnir, er opin fyrir lionum. Stundum finnst lion-
um vitund sín leysast upp í „lieilaga grátklökka þrá“
til að mega samræmast náttúrunni. Þá er hann alsæll.
„Hann lá í rórri leiðslu og fannst, að aldrei mundi
framar gela borið skugga á í lífi sínu, að allt mótlæti
væri hjóm, að ekkert gerði framar til um neitt, að allt
væri gotl.“ Sólin var elskhugi hans. Þegar hún skein
1 andlit lians, fórnaði hann höndum til himins i fögn-
uði. Einn geisli liennar, sem skein inn undir súðina til
lians, gat strokið hurtu allan sársauka lians og verið
lif hans og fögnuður dögum saman. Og í uppsprettu
hins þjáða lífs í kringum sig, umkomuleysingjunum
189