Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 192
við veginn, sér hann speglast liina dýpstu fegurð, lifs-
ins ótæmandi auð, i ást til þeirra, nærgætni, hinni eðli-
legu, frjálsu hegðun, í barnaskap þeirra, hreinum mann-
leika, réttlæti, mannúð og sakleysi. Vingjarnlegt, hlýtt
orð, mælt í barnslegri einlægni, eins og orð Guðrúnar
á Grænhóli, getur orðið honum förunautur alla ævi,
grætt aftur og aftur sár hjartans og gefið huganum efni
í dýrðlegasta ævintýri. I ástum Ólafs og Vegmeyjar
skortir hvergi á fegurð, enginn prins og prinsessa hafa
lifað fegurri stundir en þessir tveir „aumingjar“. Þessi
ást gerir liið fátækasta líf þeirra að ævintýri, og er
kannski fegurst af því, hvað þetta er allt óforsjált og
vitlaust, eitthvað svo krakkalega ævintýralegt. Og þann-
ig er fullt af fegurð og auði i kringum Ólaf, þrátt fyr-
ir fátæktina og kúgunina. Kúgunin og ranglætið saurg-
ar aðeins þá, sem beita þessum hlutum, ekki hina, sem
saklausir verða að þola þá. Jafn tæra fegurð er sjald-
an að fimia og t. d. í hinni hreinhjörtuðu tilbeiðslu Jó-
seps gamla á skáldinu, sem hann hafði kynnzt, liinni
skilyrðislausu fórnarlund hans og umhyggju, er ekki
sér til nokkurra launa. Svipað er um hina þögulu, al-
skyggnu samúð skáldkonunnar Hólmfríðar á Loftinu.
Þannig verður saga Ólafs Kárasonar Ljósvíkings að
sögu lífsins sjálfs í sterkustum andstæðum, sögu þján-
inga þess, ofbeldis og grimmdar, fegurðar, sakleysis og
ástar. Ævisaga þessarar einstöku persónu verður þó
aukaatriði. Hún er aðeins til þess sköpuð að lýsa upp
og kynna okkur heim, þar sem ríkja önnur lögmál og
aðrir hættir en flestir þykjast sjá í þjóðfélögunum, heim
hinna útskúfuðu, fyrirlitnu og hötuðu, þar sem kúgun-
inni eru ekki settar hinar minnstu siðferðilegu höml-
ur, þar sem maðurinn stendur gersamlega varnarlaus
gagnvart henni, en finnur til hennar af sárustu við-
kvæmni. í gegnum persónu Ólafs Kárasonar er okkur
ætlað að skynja myndir þess lifs, sem hinn útskúfaði
öreigi og skáldið í einni persónu eiga við að búa. Hér
190