Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 193
er ekki verið að rekja sögu neins einstaks niðursetn-
ings, neins einstaks skálds. Ólafur Kárason er á sinn
hátt eins og Bjartur í Sumarhúsum týpa, fulltrúi. Hann
er fulltrúi fyrir hina útskúfuðu stétt auðvaldsríkjanna,
sem ekki nýtur nokkurra laga eða réttar eða varnar
gegn vfirgangi og vex um milljónir með liverju ári sem
liður. En í þrengri merkingu er hann dæmi um hina
andlega skynjandi, næmu sjáendur, og í sinni íslenzku
mynd blásnauðu alþýðuskáldin, frá miðöldum og fram
til okkar daga. Saga Hallgríms Péturssonar, Sigurðar
Breiðfjörðs og fjölda annarra yrði ekki lieldur saga
neinna hetja i veraldlegri merkingu þess orðs. Þeir hafa
ekki verið gerendur lifsins, ekki foringjar hinna fátæku,
heldur skjól þeirra, náðarfaðmur, athvarf, traust. Þeir
hafa verið lilutlausir skynjendur. Allt hefur komið fram
við þá, kristallazt í lífi þeirra og skáldskap. En þeir
mótuðu ekki lifið sjálfir, risu ekki til varnar fyrir hönd
sjálfra sin eða þjáningarbræðra sinna, ekki fremur en
hinn lilutlausi öreigi, hið hlutlausa skáld gerir enn í
dag. í sínu varnarlausa, aumkunarlega ástandi eru þess-
ir menn að vissu leyti skoplegir, út frá sjónarmiði liins
vitandi bardagamanns og markvisa, skajiandi anda, en
frá sjónarmiði þeirrar kúgunar, sem þeir eru beittir,
eru örlög þeirra tragisk. Ólafur Kárason verður að sínu
leyti eins og einyrkinn Bjartur tragi-kómiskur. En hér
er álierzlan miklu meiri á hinu kómíska, sem felst í
því, að Bjartur var lietja, sem varði sig, en Ólafur er
aumingi, sem allt lætur yfir sig ganga. Báðir eru álika
fávísir um orsakir örlaga sinna og ráðin til að umbreyta
þeim. Eins og einyrkjalifið er úrelt félagsform, eins er
aðstaða hins lilutlausa öreiga og liins hlutlausa skálds.
Bæði Ólafur og Bjartur eiga samt í sér eilífa mann-
lega þætti. Eins og barátta Bjarts er högg út í vindinn,
af því að hún á enga stefnu, eins er hlutleysi Ólafs
aumingjaskapur, sem liinn útskúfaði fátæklingur og
skáldið þurfa að yfirvinna. Meðan þau ekki gera það,
191