Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 197
dæmi um píslarvætti andans gegnum niðamyrkar aldir
síendurvakinnar kúgunar. Með reynslu fasismans í imga
er Ljós heimsins skrifað: Þess vegna er andrúmloftið
svo miðaldalegt. Heinhli Kamarillu er eins konar
smækkuð mynd af fasistaríki. Líkingarnar koma í Ijós
á fjölmörgum stöðum. Ég gríp eitt dæmi út úr. Skáld-
skapur Ólafs og sendibréf, er liann liefur lagt í alla sál
sma, liugsun og alúð, er rifið i tætlur fyrir augunum
á honum: „Iiann var einn. Aldrei liafði verið klórað
af slíku miskunnarleysi inn í kvikuna í vitundarlifi
iians. Einkalegustu, helgustu lífshræringar hans voru
úlhrópaðar sem glæpir, varnarlausustu hjartablónhn
lians rifin upp og lialdið á lofti til sýnis sem viðbjóðs-
legum eiturkvikindum.“ Hinn djúpi sársauki, er þessi
orð túlka, er ekki gömul minning um eittlivað, sein
hefur verið, en er nú afmáð og yfirunnið, heldur hlæð-
andi lijartasár milljóna manna enn i dag, eftir eitur-
slungu fasismans. En livað er svo um raunhæfni sög-
unnar af hinum íslenzka niðursetningi? Er það visþ
að lýsingin sé svo fjarri veruleikanum, eða þurfti
kannski reynslu fasismans til þess að geta skilið nið-
ur í kjölinn þá smánarmeðferð, sem niðursetningar
hafa raunverulega orðið að þola á Islandi?
í Höll sumarlandsins er annað form fyrir kúgunina,
líkt og við könnumst við það úr eigin þjóðfélagi, nú-
tímalegra og lýðræðislegra snið á öllu. Sviðinsvík, „eign-
in“, er lika mynd af þjóðfélaginu. Þar eru nokkrir for-
ráðamenn, sem verzla með fólkið. Hér er þjóðfélags-
ádeilan svo skýr, að ekki þarf að leiða neinum getuin
þar að. Sviðinsvík er eins konar lýðræðisríki, reyndar
lijáleiga stærra auðvalds, Banka (skrifað með stórum
staf) og stassionisla (útgerðarmanns). Aðalstjórnend-
urnir á staðnum eru oddviti, ílialdskúgari í gömlum
stíl, og nútíma spekúlant, er kallar sig sósíalista. Á
Sviðinsvík er allt í kalda lcoli, en þar var einu sinni
uppgripaveiði í tið etasráðsins, er gerði þaðan út tog-
195