Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 199
Pétur með því að segja, að hann sé ekki vondur mað-
ur, svarar Örn: „Hver heldur því fram, að liann sé
vondur maður. Idér á Sviðinsvík eru til þrjár tegund-
ir af vondum mönnum, það eru hjallþjófar, kjaftforir
fylliraftar og kvennamenn, sem eiga krakka á kostn-
að skattþegnanna. Enginn þeirra stelur neinu frá fá-
tæklingunum, né lýgur að þeim. Saklausari fyrirbrigði
eru ekki til i okkar hreppsfélagi en vondir menn. Ef
ég ásakaði Pétur Þríhross fyrir að vera vondan mann,
væri ég fifl. Ég ásaka hann fyrir að vera góðan
mann, kærleiksríkan mann, göfugmenni, andlegan
frömuð, menntavin, trúarhetju og hjálparhellu fátækra
skálda.“ I eðli sínu er enginn munur á honum og stas-
síónistanum, Juel J. Juel, hinum lireinræktaða fulltrúa
auðvaldsins, sem er allt einskis virði nema það, sem
gefur gróða eða nautnir. Báðir eru fjandmenn alþýð-
unnar og fyrirlíta hana. Munurinn er aðeins sá, að Pét-
ur er grímuklæddur fjandmaður. Drykkjusvall þeirra
Péturs Þrihross er gott sýnishorn af hátterni þessara
máttarstólpa þjóðfélagsins, sem trúað er fyrir lifi og
velferð almennings. Þar er flett ofan af innræti þeirra.
Mannfyrirlitning kapitalistans skín þar í nekt sinni.
Ilonum er þorskurinn, sem hann getur grætt á, milcils
virði. „Hrogn og lifur er lika mikils virði. Jafnvel skít-
ur er mikils virði. Það eru hara manneskjur, sem eru
einskis virði. Og peningar, ef þig vantar kvenmann.
Grímur Loðinkinni vill ekki hafa neinn helvitis sósíal-
ism.“ Það er aðeins til málamynda, að Pélur Þríhross
mótmælir þessari skoðun, sem að visu er sett fram
í ölæði. I rauninni er kapítalistinn hin sanna fyrirmynd
hans, og hans eini draumur er að verða eins og hann.
Skemmtilegt ytra tákn þess er það, þegar Pétur, er hann
hafði náð undir sig eigninni, kemur að sunnan með
liatt stældan eftir liatti Juels J. Juels. Niðurstaðan af
þessu öllu er sú, að undir stjórn þessa „sósíalista“ á
Sviðinsvík ríkir ægileg örbirgð og kúgun, sem gefur
197