Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 201
endur, sem finnst saga Ólafs Kárasonar fela í sér ljót-
ar lýsingar, ættu í fullri hreinskilni að bera þær sam-
an við veruleikann, áður en þeir áfellast höfundinn.
Og skáldið sér ekki síður andstæður hins ljóta: Marg-
vislega fegurð í lifi og óskum fjöldans. Það eru aðeins
verkfæri liins spillla skipulags, sem eru orðin að af-
siðuðum illmennum. Við ræturnar er mannkynið lieilt.
Alþýðan, fólkið sjálft, er óspillt, saklaust, réttlátt í eðli
sinu, aðeins óþroskað, gjarnt að láta blekkjast. 1 mörg-
um persónum sögunnar dregur skáldið upp myndir
þessa fólks. í augum Halldórs er það liinir sönnu auð-
menn og höfðingjar, þvi að i fátækt sinni og umkomu-
leysi á það til öll hin ríkustu mannlegu gæði og þrá
eftir fegurð og réttlæti. Lýsingin á þessu fólki gefur
sögunni djúpa, mannlega fegurð, og öll er sagan vitni
um óskeikula trú höfundarins á manneðlið. En tím-
arnir hafa kennt honum að greina að skörpum litum
innan mannfélagsins rétt og rangt, fagurt og ljótt. Og
þessi greining er stéttagreining. Það er sannleikurinn,
sem tíminn rislir á Iijarta hvers hugsandi manns. Það
eru fulltrúar auðvaldsins, sem allri spillingu valda, því
að þeir eru sjálfir spilltir af auðnum. En allt mat okk-
ar á manngildið er orðið sljótt og afvegaleitt og rang-
látt. Við lítum á hrukkulaust yfirhorðið og sjáum í
gegnum fingur við alla lesti. Snilld Halldórs liggur í
því að skynja mennina inn að rótum, gegnum hvers-
dagslijúp þeirra og hræsni. Hann gerir mannúðina, rétt-
lætið, hreytnina við hinn umkomulausasta smælingja að
mælikvarða á gildi mannsins. Halldór tekur hlutverk
sitl sem skáld í fullri alvöru. Hann á það takmark
með list sinni að skerpa sjónarmið réttlætis og mann-
úðar á þessum glæpanna dögum, þegar svikizt er inn
að hjarta alþýðunnar aneð viðhjóðplegum lygum og
hlekkingum. Saga Ólafs Kárasonar er skírskotun til ís-
lenzkrar alþýðu að láta ekki blekkjast af fjandmönn-
um sínum, en leggja nýjan mælikvarða á gildi manns-
199