Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 202
ins. Hún felur í sér endurmat allra verðmæta. Menií
verða að þola þá raun, að það, sem í augum þeirra
hefur áður sýnzt fágað og gljáandi, sé í eðli sínu ljótt
og illt, en hitt, sem þótt hefur umkomulaust og ekki
vert eftirtektar, er allt í einu orðið sjálft söguefnið.
Það væri efni í aðra ritgerð, hvernig Halldór lýsir
persónum sínum, og þá ekki síður stíll hans. Ég kemsf
að þessu sinni ekki lengra. Öll gagnrýni frá listrænn
sjónarmiði er í rauninni eftir. Með góðum vilja má
finna margt að sögunni. Persónurnar eru misjafnlega
skýrt mótaðar, sumar eru óþarflega likar þeim, seni
höfundurinn hefur mótað áður. Dálítið her á því héry
frekar en áður hjá Halldóri, að sjón lians á persón-
unum sé full einhæf, brugðið sé á þær hirtu aðeins frá
einni ldið, liið sérkennilega, sem veitt er athygli í fari
þeirra, sé oft líkt. Þetta á einkum við um „heldri menn-
ina“ í þorpinu. Skáldið rissar þar aðeins upp nokkras
drætti, en fyllir ekkert út myndina. Auðvitað yrðu þess-
ar persónur allt öðruvisi, ef Halldór legði rækt vi5
að lýsa þeim. En stundum liefur honum tekizt að gera-
aukapersónur i bókum sínum ógleymanlegar, þótt þeim
hafi aðeins brugðið fyrir í svip. Annars er merkilegt a5
veita því atliygli um allar persónurnar, sem skáldið legg-
ur alúð við, að jafn ljóslifandi og þær verða í minni okk-
ar, jafn sérkennilegar og þær eru, jafn skýrt og vi5
greinum athafnir þeirra, eru þær okkur eftir sem áður
í dýpsta eðli sínu ráðgáta. Við höfum fengið að skyggn-
ast inn i líf þeirra dýpra og víðar en við höfum nokkru
sinni séð áður, en aðeins til þess, að þar ljúkast upi>
nýir, óræðir heimar. Þessar persónur liafa fengið nýtt
aðdráttarafl, sem ótæmandi fegurð eða torráðin gáta.
Og stundum finnst manni, að öll athygli skáldsins bein-
ist að þessum óræðu töfradjúpum manneðlisins, í ást,
þjáningu, leik, að uppspretlu lífsins í náttúru og sam-
félagi, að tilfinningalífi mannsins. Persónur, sem farn-
ar eru að hugsa, móta líf sitt, stefna að ákveðnu mark-
200