Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 203
miði, eru sjaldg'æfar í bókum Halldórs. Þeim bregður
aðeins fyrir, eins og Nonna i Sjálfstæðu fólki, Erni
Úifar bér og Hólmfríði á Loftinu. Hið jákvæða, sem
lesendurnir eru alltaf að þrá í bókum Halldórs, kemur þa^
lítið fram enn þá. Persónurnar veita ekki þá Ieiðsögn, sem
svo mörgum er kær, eru ekki sjálfar fyrirmyndir, sem
svo æskilegt er að eiga á jafn ráðþrota tímum.
Með þessum bókum hefur Halldór skapað sér nýjan
stíl, sem reyndar lágu sterk drög til i Sjálfstæðu fólki.
Þessi stíll er einfaldur, alþýðlegur, streymandi, órök-
fastur. Einfeldnin birtist í orðavali, teknu úr daglegu
máli, í óbundinni setningaskipun, en einfeldnin er þó
blekking. Strax og farið er að skyggnast inn i setning-
arnar, ljúkast þar upp djúp og víddir. Þó að mál skálds-
ins sé létt, er hugsun þess þung, og setningarnar fela
margoft i sér líkingar, eða reynslu, sem ekki er sögð,
heldur bent til með hálfu orði eða samleik orða. Menn
finna aðeins, að yfir setningunum hvílir einhver töfra-
blær, sem kitlar huga, minni eða dulræn upptök í vit-
und manns. Menn njóta þessa sem einkennilegs unað-
ar við lesturinn. En þessi blær er viða að, eins og blær
á vatni við uppkomu sólar myndast af skuggum og
skini frá himni og jörðu, skýjum, stráum á bakkanum
eða móberginu i íjallinu. Öll reynsla og þroski skálds-
ins speglast í stílblænum. Allur stíllinn er samfelld-
ur, hann er leikandi, fullkomið vald skáldsins er yfir
lionum, hann er fullur af gamansemi, gáska og kýmni,
svo að hann breiðir yfir alvöru efnisins, jafnar af, dreg-
ur úr. Hann er ljóðrænn, rómantísk-skáldlegur, í raun-
inni er Ljós heimsins einn óður, í Höll sumarlands-
ins eru meiri straumbrot og stíllinn ekki jafn sam-
felldur, enda efnið fyrirferðarmeira og ekki eins sam-
þjappað. Yegna þeirra líkinga, sem oft felast í setn-
ingunum, er vandi að lesa, svo að einfeldnin blekki
ekki. Þess vegna eru bækur Halldórs því fegurri, því
oftar og betur sem þær eru lesnar.
201