Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 206
Samt fréttist brátt þitt andlát. — Með angansmyrsl í buSkum.
komu öldungar og færðu sina helgun þinu liki.
Og prýddur alls kyns djásnum í brúnni basaltkistu
varstu borinn inn í pýramidann, — varnar þinnar riki.
Og veiziuföngin glóSu og hraustir hermenn börðust
og hörpur voru slegnar inni í fylgsnum grafar þinnar.
— En eyðimörkin nálgaðist, hinn hljóði, hrjúfi sandur,
og huldi að lokum borg þina í djúpum gleymsku sinnar
*
Manstu ævintýrið forðum, vafið líbrá hvítra tinda,
þegar tærar lindir streymdu niður grænan hlíðarvanga
og hrundu o’n í daiinn, þar sem drúfur vínsins glóðu,
en döggin skein og blómin hlógu uin yztu nes og tanga?'
— Þá sazt þú undir mórviðnum með meitil þinn í hendi
og marmaranum breyltir i líkan óska þinna.
Hið fullkomna var takmark þitt í formsins hvítagaldri,
— á fátækt dauðra efnanna þér sigur tókst að vinna.
Og eðalfagur varstu: þú varst hár og herðibreiður
og hver einn vöðvi stæltur af orku göfugs vilja,
og hátt og bjart þitt enni, eins og upplýst, fjarvíð hvelfmg^
og augun djúp og spurul, — þyrst í gátur til að skilja.
Og Ijóð þú söngst um ást þina á yndisleika heimsins,
og andi þinn var tilbúinn að sigra hvers kyns þrautir.
Um heiða nótt á stjörnurnar þú starðir, skyggn og þögull,.
og stilltir þeim í kerfi og mældir þeirra brautir.
Og vizka þín og liugprýði til hæstu miða stefndi,
og hófstilling og réttlæti var sálar þinnar gleði.
Og upp á tindinn fýsti þig: þú horfðir hátt mót sólu
og helgur móður brautryðjandans svall í þínu geði.
Með lárviðinn um enni þú hélzt upp bratta hjalla,
og hreysi þrælsins fjarlægðist og sýndist smærra og smærra-
Og öræfanna hljóða tign þig tók í opinn faðminn,
— þú treystir aðeins sjálfum þér og náðir hærra og hærra.
204