Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 207
Loks stóðstu uppi á tindinum með blys i hægri hendi
og horfSir niSur, — hvílik dýrS aS anda hér og skynja!
Þú hlustaSir á eilífðina í ómi loftsins strengja,
— en allt i einu skipti um tón: þú heyrðir mannsbrjóst stynja.
Þú sást hvar þræll þinn kom og reyndi að klífa sama tindinn,
— hans krumlur voru blóðugar, hans andlit fölt og visið.
Þá þraut þín mikla hófstilling. Svo liissa varðstu og reiður,
að þú hrapaðir i djúpið — og um leið slokknaði blysið.
*
Manstu ævintýrið forðum út við fagurgárað vatnið,
þegar friðargyðjan saumaði í blómalandsins dregil,
og fjöllin stóðu á höfði í hinu dularfulla djúpi
og duggur smáar ldufu þess logagyllta spegil?
— Þá sazt þú uppi í hlíðinni i flokki fiskimanna
og fjaðurmögnuð golan strauk um jarpa lokka þína.
Og þú varst bara trésmiður i þunnri, hvitri skikkju,
og þakklátur hverjum geisla, sem á þig vildi skína.
Og þú talaðir um kærleikann -— og kristalsrödd þín flæddi
oins og kliður liiminvatna inn i sálir smælingjanna.
Og allir voru bræður og börn liins sama föður,
— þú varst blómsins tryggi elskhugi og vinur allra manna.
Og þú huggaðir og læknaðir og hægri vangann bauðstu,
er hnefinn laust þann vinstri, — svona auðmjúkt var þitt hjarta.
Og þú sást í fögrum hillingum úr vorsins gullnu gluggum
inn í guðssonarins fyrirheitnu veröld, stóra og bjarta.
En þrælar gulls og bókstafs voru óvinir þíns anda,
því orð þitt kveikti frelsisþrá i barmi hinna ungu.
Þeir tóku þig og hæddu þig og hræktu á þig i bræði,
— þeir hræddust þessa alþýðunnar rödd á skáldsins tungu.
Og fiskimannabrjóstin urðu full af sorg og kvíða,
— það sló fölva á rauðblá sundin í milli lands og eyja,
og liljurnar og rósirnar i hálfrökkri sig hneigðu
og hvísluðu: Á vinur allra manna þá að deyja?
205