Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 208
Á kross einn varslu negldiir, þorpsins mildi, magri smiðiir,
og hún móðir þín stóð álengdar í smæð sinni og tárum.
í augum þínum speglaðist öll öreiganna þjáning,
— um andlitið rann blóð undan þyrnikransi sárum.
Og skordýrin þig stungu og naglarnir þig nístu,
og nöturhrollur sektarinnar fór um menn og konur.
Loks hneigðir þú þitt höfuð, þungt og gljúpt, og gafst upp andann.
Og guðssonurinn hékk þar: hinn dáni mannsins sonur.
*
Manstu ævintýrið forðum ...? Hví skal rekja fleiri raunir?
Öll þín reynsla, veslings maður, dynur þungt á skynjun minni
eins og regn, sem aldrei þrýtur, — stórir, rauðir, heitir dropar,
sem renna i hina löngu slóð að dimmri hvilu þinni.
— Það er vandalaust að storka þér og hrópa: manstu! manstut
yfir misheppnuðum tilraunum kraftar þins og anda.
En þrátt fyrir alla ógæfuna, Synd þína og sorgir,
eins og súlur upp i himingeiminn tákn þíns vaxtar standa.
Það er hægt að henda á þig enn í dag og hrópa: djöfull!
þegar dýrið i þér sleppur og rænir allt og myrðir.
Þá ertu gamla forynjan úr frumskógarins myrkri,
sem fórnar hjarla bróður síns' og ekkert lögmál virðir.
Það er hægt að benda í suður, vestur, — allar heimsins áttir,
og alls staðar er grimmdar þinnar verksummerki að finna:
Þú sprengir þína eigin borg og barn og konu í tætlur,
og brennir hiklaust gróðurinn af landi feðra þinna.
En sólkerfið er gamalt — og þú ert enn svo ungur,
og átt eftir hæstu bekkina í lífsins milda skóla.
Þú lætur enn þá ástríðurnar hæða þig og hrekja
og liunguróttann fjötra þig við duftsins lægstu póla.
— Ýmist hefurðu sjálfur verið þræll eða þrælkað aðra,
og þess vegna gróf eyðimörkin þig i sandsins bárum,
og þess vegna hrapaðirðu af þínum hæsta tindi,
og þess vegna varslu krossfestur fyrir nítján liundruð árum.
206