Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 212
arorð falla um þá reginhættu, sem menningunni staf-
ar af liinum afturvirku öflum samfélagsins, og enn
í þessari grein dregur hann skilmerkilega upp þau
menningarspjöll, sem liin „brúna liönd“ leiðir yfir lönd-
in. En við lestur þessarar ritsmíðar hlýtur manni samt
sem áður að fljúga í hug, að eitthvað sé tekið að sljóvg-
ast bilið í brandi Sigurðar.
Sigurður hefur mál sitt með þvi að rifja upp endur-
minningar sínar um gamlan formann, sem liann reri hjá
úti í Vestmannaeyjum fyrir 20 árum. Karlinn hafði
fyrst róið á árabát, þá á mótorbát og að síðustu, þeg-
ar Sigurður reri hjá honum, var hann kominn á ára-
bát aftur og las þá sjóferðabæn á hverjum morgni af
mestu trúverðugheitum. Einhvern tíma skauzt það upp
úr honum, að liann liafði ekki lesið bænina, þegar
hann var á mótorbátnum, „því að þess þj'rfti ekki“.
Sigurður notar nú þessar endurminningar sínar fyrir
„guðspjall“. Boðskapur hans er í stuttu máli á þessa
leið: Á tímum þrauta og þjáninga leita menn guðs-
ríkis og hans réttlætis. Þegar batnar í ári, „láta menn
himnana sigla sinn sjó“. Svo þegar syrtir að á ný, er
guð grafinn upp, ásamt þjóðlegum fræðum, og notað-
ur fyrir uppfyllingu í þessa heims gæði (líkt og þeg-
ar við bændumir gefum ánum sildarmél, þegar heyin
eru lítil og hrakin). — Við höfum lifað tímahil tækni-
þróunarinnar og lifað oklcur út úr því aftur. Þess vegna
tökum við aftur upp að meira að minna leyti þau
lifsviðhorf, sem giltu, áður en framsóknartímabilið
liófst. Við lesum bænir okkar, grúskum í gömlum fræð-
um og höldum óhræddir út á hafið þessa myrku
stormnótt.
Nú ber því sízt að neita, að árvekni hinna vinnandi
stétta er stórum minni en vera ætti og æskilegt væri
við að standa vörð um þau réttindi, sem hún hefur þeg-
ar áunnið sér. Þá er hitt og vitanlegt, að þunginn af
liinni rísandi öldu fasismans hefur lagzt á margan í
210