Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 213
gervi áhugaleysis og jafnvel vonleysis um, að nokk-
urn tíma rofi til.
En eru slík fyrirbrigði, — þar sem þau fyrirfinnast,
— heilbrigður ávöxtur alþýðumenningar okkar, — nokk-
urs konar skipulagt lierhragð til þess að verjast að-
sleðjandi yfirgangi forréttindastéttarinnar? Eða er liér
að ræða um skaðvænleg áhrif úr herbúðum andstæð-
inganna? Ef hið fyrra skyldi vera tilfellið, þá er vit-
anlega ekkert við þessu að segja. Þá getum við bara
lifað róleg í þeirri trú, að við séum á réttri leið, lesið
bænir okkar og huggað okkur við það, að við séurn að
fara að dæmi frændþjóðanna á Norðurlöndum. En ef
hið síðara skyldi vera sönnu nær, þá verðum við að
taka upp haráttu gegn sáttfýsinni við undanhaldið og
leitast við að útrýma henni, eins og hverju öðru ill-
gresi, sem óvinurinn liefur sáð i okkar eigin akur.
En snúum okkur aftur að likingunni lians Sigurðar,
gamla formanninum. Það virðist dálítið liæpið að heim-
færa hana upp á íslenzka alþýðu til sjávar og sveita.
Meginhlutinn af þessu fólki hefur alltaf gert það, sem
við köllum „að berjast i bökkum“. Það hefur aldrei
sjálft komizt á það stig tækniþróunarinnar, sem svar-
ar til mótorbátsins i líkingunni. Það liefur aðeins séð
hann i fjarsýn og dreymt um að öðlast hnossið, og svo
ekki meir. Af því leiðir aftur, að alþýðan finnur ekki
enn það öryggisleysi, sem þvi fylgir, að hafa misst af
þessum veraldarinnar gæðum. Hún hefur verið á spani
eftir þessum gæðum, og er það enn, þrátt fyrir allar
kreppur og allt vonleysi miðstéttarinnax*.
En sé svo, þá lilýtur hin „afturvirka sveifla“, er Sig-
urður talar um sem óumflýjanlega nauðsyn að eiga
sér stað innan rnjög þröngra vébanda meðal íslenzkr-
ar alþýðu. Mín persónulegu kynni af sveitafólki stað-
festa undantekningarlítið þessa skoðun. Þrátt fyrir vor-
kulda, mæðiveiki og Iíreppulánasjóð, er enginn sveita-
maður, sem ég þekki, kominn á það þróunarstig menn-
211