Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 214
ingarinnar, sem svarar til formannsins hans Sigurð-
ar Einarssonar. Og nær er mér að halda, að meginþorri
íslenzks verkalýðs sé óbeygður enn af hinni „afturvirku
sveiflu“.
Það mun tæpast geta talizt neitt oflof um íslenzka
alþýðumenningu, þótt sagt sé, að liún sé meiri en lnn
efnalegu skiljæði gefa ástæðu til að ætla. En fólk, sem
svo er ástatt um, lætur ekki kippa sér mótstöðulaust
til frumstæðari lifnaðarhátta. Það hlýtur að taka upp
haráttu við þau öfl, sem vilja ræna það réttinum til
þess að njóta þeirra gæða, sem lífið, með allri tækni
nútímans, hefur að hjóða. Það breytir engu, þótt þessi
öfl kunni í svipinn að virðast svo sterk, að harátla gegn
þeim sýnist vonlaus. Og ekkert er slíku fólki fjær skapi
en taka upp bænalestur og iðkun fornra fræða sem
upphót fyrir þá ósigra, sem það bíður í baráttunni við
hin afturvirku samfélagsöfl.
Þá er það æði liæpið, að alþýða sé yfirleitt búin að
gefa upp vonina um betra og fullkomnara lif og tekin
að gera gælur við hlessun fátæktarinnar og tilbiðja
„hörpudiskabúskap“. En þessar hugarfarsbreytingar
túlkar fólkið m. a. með því að syngja Dalakofann við
öll möguleg og ómöguleg tækifæri, að sögn Sigurðar
Einarssonar. Jú, — við syngjum Dalakofann á and-
lausustu augnahlikum lífsins, eins og t. d. þegar við
förum með híl inn fyrir Hvalfjörð. Yið syngjum líka:
0, þá náð að eiga Jesúm, einkavin i liverri þraut, —
þó að við vitum upp á okkar tíu fingur, að Jesús get-
ur ekkert fyrir okkur gert, þegar verstu þrautir lífsins
steðja að, eins og t. d. vorkuldar, mæðiveiki og afborg-
anir í Búnaðarbankann. Það eru því langar leiðir frá
því, að við föllum fram fyrir okkar fátæklegu lifnað-
arháttu í rómantískri tilbeiðslu.
Það skýtur nokkuð skökku við að telja ljóð Davíðs
Stefánssonar táknræn fyrir vonlevsi og' kröfuleysi ís-
lenzkrar alþýðu. Davíð er fulltrúi hinnar hrörnandi
212