Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 215
borgarastéttar og túlkar hennar vonleysi og áhugaleysi.
Hann hefur ekki skijiað sér í bpjóstfylkingu alþýð-
unnar, ó sama hátt og t. d. Jóhannes úr Kötlum, en
gerir gælur við liina starfandi stétt, líkt og þegar mað-
ur klappar hundi á kollinn: „Ó, liafið lágt við litla
gluggann hans, og' lofið dagsins þreytta barni að sofa.“
— Takk!
Hugvekja Sigurðar Einarssonar er sannarlega orð í
tima talað. Hún bregður skýru ljósi yfir þann voða, sem
alþýðunni er búin, ef flótti brestur í liennar eigið lið,
talsmenn hennar fara að skoða það sem óumflýjan-
lega sögulega nauðsyn að fylgjast með hinni „aftur-
virku sveiflu“ að meira eða minna leyti og reyna
þannig að tylla undanhaldinu á nokkurs konar sið-
ferðislegan grundvöll innan vébanda liinnar efnislegu
söguskoðunar.
Baráttan gegn þeim myrkravöldum, sem nú ógna
framtið okkar, verður að byrja heima fyrir — í okk-
ur sjálfum. Við verðum að gera okkur það ljóst, að
mesti háskinn liggur i þvi að sættast við afsláttinn,
undanhaldið og afturhvarfið til hins liðna.
Það getur í sjálfu sér talizt meinlaust, þótt við, sem
höfum komizt af án bæna, förum allt í einu að rifja
þær upp aftur. En ef þær koma sem uppbót fyrir eitt-
livað, sem við höfum afsalað okkur af því, er við liöf-
um áunnið með áralangri baráttu, þá erum við kom-
in út á liættulegar brautir.
Forn og þjóðleg fræði eru vitanlega góð og gild og
oft blátt áfram ómissandi í baráttunni fvrir aukinni
menningu. En þar, sem þau eru notuð sem uppbót fyr-
ir töpuð menningarverðmæti nútímans eða breidd sem
biæja yfir ósigra okkar i baráttunni við afturlialdið,
verður að vísa þeim á bug.
Alþýðan til sjávar og sveita virðist vera staðráðin i
því að láta ekki undan siga né sleppa neinum af þeirn
213