Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 216
menningarlegu eða efnislegu sigrum, sem hún liefur
unnið undanfarin ár. Og hún mun halda baráttunni
við afturlialdsöflin áfram, með öllum þeim vopnum,
sem hún hefur yfir að ráða, unz fullur sigur er fenginn.
Það má kannski segja, að nú þegar liin afturvirku
samfélagsöfl skirrast ekki við að beita miskunnarlausu
ofbeldi, þá stoði það lítið að beita þeim vopnum, sem
voru kölluð „voiin andans“ á dögum hins borgaralega
frjálslyndis. Samt sem áður verðum við að gera okkur
það ljóst, að það eru þessi vopn, sem við verðum að
treysta á fyrst og fremst. Og það er alveg sérstök krafa
okkar alþýðufólksins til þeirra í okkar fylkingu, sem
öðrum fremur liafa tamið sér að fara með þessi vopn,
að þeir beiti þeim nú með öllu því harðfylgi, sem þeir
liafa yfir að ráða.
En það verður að segjast alveg eins og það er, að
margir „hinna trúu varðmanna, sem liafa skipað sér
á múrana á þessari menningarlegu stormnótt“, eins og
Sigurður Einarsson orðar það svo fagurlega, liafa bogn-
að fyrir hinni afturvirku sveiflu, deyft eggjar sínar eða
slíðrað sverð sín. Frá sjónarmiði slikra manna litur hann
eðlilega út eins og menningarlegt tákn gamli formað-
urinn i Vestmannaeyjum, sem gekk í harndóm. En við
verðum að vona, að þeim takist sem fyrst að ná sér
á strik á ný og þeir hætti að telja sjálfum sér og öðr-
um trú um, að ekki verði undan því flúið að fylgjast
með hinni „afturvirku sveiflu“.
Nú megum við ekki við þvi, að nokkur liðsmaður
okkar dragi af því, sem hann liefur til brunns að bera,
og sízt af öllu þeir, sem geta verið manna vaskastir,
þegar þeir taka á öllu því, sem þeir eiga til.
214