Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 217
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
ELDRADNIR NÚTÍMANS
Við atburði síðustu tíma hefur slegið ólta á allar þjóð-
ir. Menn trúðu á framþróun og réttlæti, trúðu á nýjan,
hatnandi heim, trúðu á sigur hins vitræna, skapandi
lifs. Og gróður nýrra tíma sáu menn spretta lijá hverri
þjóð. En allt í einu snöggsyrtir að, og ekki er annað
sýnna en hið gagnstæða gerist við það, sem menn trúðu
að yrði. Nú verða þjóðir og einstaklingar að ganga í
gegnum lieitari eldraunir en nokkurn mann gat órað
íyrir. Við sjáum réttlælið fótum troðið, frelsinu útrýmt,
lagða í rústir menningu heilla þjóða, ofbeldi og rán
gert að drottnandi viðskiptareglum. Nú kostar það of-
sóknir, pyndingar, lífið sjálft, að halda uppi merki
þeirra hugsjóna, sem kynslóðirnar á undan töldu stærstu
ávinninga i sögu mannkynsins og æðsta metnað sinn.
Það gripur mann orðlaus, örmagna skelfing við tilhugs-
i>nina eina saman. En upp úr skelkaðri þögninni rísa
spurningarnar ein af annarri: Hvað eigum við enn fram
undan? Hvað verður um þær vonir, sem við gerðum
•okkur um lífið og mennina? Hvað verður um fyrirætl-
anir okkar, livers og eins? Og spurningarnar rista til
hins dýpsta, að sjálfri rót trúarinnar á eðli mannsins.
Hvar er tign hans og guðlegur uppruni? Af livaða eðli
er maðurinn sjálfur? Hvar liggja möguleikarnir fyrir
215