Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 218
þroska lians, sigrum og fullkomnun, ef þella eru ávext-
irnir af allri siðmenningu síðustu alda? Er vonlaust að
geta menntað þá dýrategund, sem tekið liefur að sér
að drottna yfir öllum öðrum hér á jörðinni? Eða get-
um við enn trúað á möguleika mannsins?
Ég rifja hér upp í stuttum dráttum nokkra af þeim
atburðum, sem knúið hafa fram þessar spurningar.
1933 gerði nazistafylking þýzku yfirstéttarinnar
skyndiárás á alla flokka Þýzkalands, sem iiöfðu mann-
réttindakröfurnar, frelsi, jafnrétti, bræðralag, lýðræði
og frið á stefnuskrá sinni. Þessi árás fór fram með
þeirri grimmd, sem var algerlega óþekkt í sögu mann-
félagsins og galdraofsóknunum á miðöldum er helzt
líkt við. Hér var ekki að ræða um venjulegt borgara-
stríð, samfara manndrápi, lieldur heiftúðuglega grimmd,.
sem svalaði sér á óheyrilegum pyndingum og takmarka-
lausri hefnigirni. Þessi árás varð upphafið að heilli rö&
ofbeldisverka.
1934 var í Austurriki hafin árás á réttindi og sam-
tök verkalýðsins, og var tilgangurinn að éyðileggja
grundvöll lýðræðisins. En alþýðan treysti því, að hún
ætti sterkan vopnaðan flokk og hóf vörn. Blóðug borg-
arastyrjöld stóð i nokkra daga, en vegna sviksamlegr-
ar forystu beið alþýðan ósigur. I spor þessa ósigurs
fylgdi grimmileg hefnd af hálfu borgarastéttarinnar,.
lýðræðisskipulagið var að miklu leyti afnumið, félags-
leg samtök verkalýðsins bönnuð o. s. frv.
1935 lióf Mussolini, sem hafði um margra ára skeið
haldið niðurbældri allri lifsbaráttu ítölsku þjóðarinnar,.
fyrsta landvinningastríð sitt. Abessinía, sjálfstætt ríki
undir vernd Englendinga, varð fyrsta lierfangið. Þjóð-
in hafði ekkert til saka unnið við ítali annað en veræ
sverlingjaþjóð. Hún var ekki borin neinni annarri
sök. Herferðin var hafin tilefnislaust og án þess, að
þjóðinni væri sagt stríð á hendur. ítalir heimtuðu það
með ofbeldislegri frekju í Þjóðabandalaginu, að þeir
216