Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 219
fengju að leggja landið undir sig', með tilvitnun í sams-
konar innrás Japana í Mansjúriu 1931. Þeir uppgötv-
uðu allt í einu, að i Abessiníu byggi „siðlaus“ svert-
ingjaþjóð, og þeir fundu hjá sér köllun til að flytja
henni „menningu" fasismans. Sú menning hefur reynd-
ar eingöngu l)irzt i manndrápum og ránum, og ávinn-
ingurinn fyrir ítölsku þjóðina liefur ekki komið fram
i öðru en fórnum sona sinna og síhækkandi, óbæri-
legum sköttum.
1936 er leikurinn knúinn á liærra stig. Nú er það ekki
síðlaus svertingjaþjóð, sem ræna á sjálfstæði og friði.
Nú er það spanska þjóðin, ein af þeim Evrópuþjóðum,.
sem á sér lengsta og glæsilegasta menningarsögu. Hún
var einmitt að rísa til nýrrar sóknar, brjótast nndan
harðstjórn aðals og kirkju. Verkamenn, borgarar og
bændur höfðu myndað þjóðfylkingu, unnið glæsilegan
kosningasigur, fengið stjórn í sinar hendur, liafið stór-
fellda viðreisnarstarfsemi í iðnaði og landbúnaði. Öll
gömul kúgunaröfl Spánar hötuðust við þetta nýja lýð-
veldi. Fasistar Ilalíu og Þýzkalands, sem böfðu ágirnd
á Spáni vegna auðæfa landsins og legu þess að Frakk-
landi, sán sér leik á borði að liefja dulbúna ránsferð
inn i landið. Þeir gerðu þvi leynilegt bandalag við aftur-
haldsklíku Spánar um að stofna til uppreisnar í land-
inu. Þeir skipulögðu uppreisn, kölluðu liana borgara-
styrjöld, og þegar hún misheppnaðist, sneru þeir henni
upp í algert innrásarstrið. Her ítala, sem árinu áður
átti að flvtja svertingjunum evrópska menningu, flæddi
nú yfir Spán, í sameiningu með blökkumannasveitum
úr Afriku. Gereyðing lieilla borga, t. d. Teruel og Guer-
nica, þar sem ekki er mannslífi hlíft, útrýming heilla
þjóðarbrota, eins og hinna gáfuðu Baska, er ágætt vitni
um „menningarboðun" fasismans. I full tvö ár hefur
Ítalía og Þýzkaland haldið uppi stríði við spönsku þjóð-
ina og notið til þess aðstoðar ensku og frönsku stjórn-
arinnar með hinum alræmda blutleysisskripaleik.
217