Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 220
Spanska lýðveldið verst stöðug't, af frábærum hetju-
skap, og eru nú brugguð ný vélráð til þess að eyði-
leggja vörn þess.
1937 hóf þriðja fasistaríkið, Japan, fyrirvaralaust og
tilefnislaust lierferð á hendur Kínverjum án þess að
segja þjóðinni stríð á hendur, eingöngu i þvi skyni að
ræna þar löndum og auðga yfirstétt Japana. Stríðið
kostar báðar þjóðirnar ægilegar fórnir, og er mann-
fallið gífurlegt.
1938 færist leikurinn enn þá nær. Þýzkaland bland-
ar sér opinberlega í stjórnmál annarrar þjóðar, Austur-
ríkis, heimtar þar ríkisstjórn eftir sínum geðþótta. Þeg-
ar stjórnarforseti Austuríkis færist undan þeirri kröfu,
er fyrirvaralaust á einni nóttu ráðizt með her inn i land-
ið, sjálfstæði þess og lieiti afmáð og landið lagt undir
Þýzkaland. Samtímis er hafin þar enn grimmdarfyllri
ofsókn en nokkurn tima á Þýzkalandi. við valdatöku
fasistanna þar. Fjöldinn allur af vísindamönnum, skáld-
um, tónlistamönnum, sem verið hafa liinir glæsilegustu
fulltrúar fyrir menningu Evrópu, er myrtur, settur í
fangabúðir eða hrekst úr landi. Ofan á allar fvrri þján-
ingar alþýðunnar í Austurríki bætist kúgun fasism-
ans, þrælkun í hergagnaverksmiðjum og fyrirheit um
það að verða síðan brytjuð niður í næstu styrjöld.
Eins og nýtt reiðarslag yfir allt mannkyn kom loks
verknaðurinn í Munchen 30. sept. síðastl., þegar Hitler
fékk því framgengt með stríðsliótun, að Tjekkóslóvakía
var svikin í liendur hans, ríkið sundurlimað og sjálf-
slæði þess í rauninni þurrkað út. Þar var gefið upp án
minnstu varnar eitt sterlcasta vígi lýðræðis og frjáls-
lyndis í Evrópu, eitt af þeim fáu, sem eftir voru. í stað
sameiginlegs viðnáms allra lýðræðisríkja gegn stefnu of-
beldis og rána, gerast þau óheyrilegu svik, að England
og Frakkland taka sig út úr, framselja eigin banda-
þjóð, sem þau höfðu gefið hátíðleg loforð um að vernda,
cg verðlauna fasismann með nýjum ránsfeng og marg-
218