Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 221
falt bættri aðstöðu til að halda áfram landránum sín-
«m og ofbeldisaðferðum. Með gegndarlausum fjármút-
nm og áróðurslygum, eru rægðar saman þjóðir Tjekkó-
slóvakiu, sem í friðsamlegri sambúð liöfðu unnið að
því að skapa frjálst og siðmenntað ríki. Nýjar milljónir
manna eru ofurseldar harðstjórn og kúgun og sviptar
rétti til frjálsrar liugsunar. Hundruð þúsunda bætast
við í milljónatölu hinna réttlausu útlaga nútímans.
Er við rennum huganum yfir þessa atburðarás og
xeynum að gera okkur grein fyrir, þótt ekki sé nema
örlitlu broti af þeirri mannlegu niðurlægingu og við-
urstyggð, sem hún ber vitni um, virðist okkur engu
likara en við séum úti í gjörningahrið, þar sem ill öfl,
•er mennirnir ráða ekki við, hafi tekið af þeim alla
.stjórn og leiki þá æði og tortímingu, og við heyrum
kvalaóp, stunur, formælingar og sáran grát allt í kring-
um okkur.
Það væri að sumu leyti ákjósanlegt fyrir sjálfsvirð-
ingu mannkynsins að geta skellt sökinni af öllum þess-
um liermdaratburðum yfir á dularfulla náttúrukrafta,
því að þungt er að bera ábyrgð þeirra. Að nokkru leyti
má lika til sanns vegar færa, að mönnunum sé ekki
uð fullu sjálfrátt, þeir séu orðnir leiksoppar afla, sem
þeir ráða ekki við, þótt þeir hafi skapað sér þau sjálfir.
En það er djarfmannlegra og um leið huggunarríkara
•að horfast í augu við þær staðreyndir, að sökin liggur
í félagsformum þeim, sem mannkynið hefur á valdi
sínu að breyta. Enda vita hin þjóðfélagslegu vísindi
um orsakir liinna framantöldu atburða, þótt ekki liafi
cnn tekizt að liindra verkanir þeirra né uppræta þær.
Þessar orsakir felast í því þjóðskipulagi, sem meiri
hluti mannkynsins býr enn þá við. Atburðirnir eiga
það allir sameiginlegt að vera verlcanir hins lirörnandi
auðvaldsskipulags, sem getur ekki lengur viðlialdið auð-
söfnun sinni, sem það bjrggist á, með lögum, lýðræði
«g friðsamlegum aðgerðum, heldur verður að grípa til
219