Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 222
ofbeldis og styrjalda (il þess að tryggja sér enn um ára-
bil gróðahluta sinn og tilveru. Marxisminn gelur gert
fullkomna grein fyrir allri þessari þróun, hann hefur
uppgötvað lögmál hennar og séð hana að miklu leyti
fyrir. Það er víðtækur lærdómur út af fj’rir sig, en án
hans lilýtur mönnum að virðast allt heimsástandið ó-
skiljanlegt og vonlaust öngþveiti. Það er engin leið að
rekja hér þróunarsögu siðustu ára, sem þó væri nauð-
sj’nlegt til að gera skiljanlega þá atburði, sem að fram-
an greinir. Mönnum er orðið nokkurn veginn ljósþ
hvernig heimsstyrjöldin brauzt út vegna hinnar trylltu
sainkeppni stærstu auðvaldsríkjanna um j’firráðin yfir
heimsmarkaðinum. En heimsstyrjöldin lej’sli engin
vandamál auðvaldsins. Þvert á móti veikti hún aðstöðu
þess geysilega. Skipulagi þess lá beinlínis við hruni í
mörgum löndum. Allt hið gamla Rússaveldi brauzt und-
an áþján þess og grundvallaði 1917 ríki sósíalismans,
sem sannað hefur á örfáum árum liina stórkostlegu
yfirhurði sína. Af liræðslu við enn meiri sundurlimun
skipulagsins nej’ddust auðvaldsríkin til að gefa þjóð-
unum víðtækara frelsi, stofna Þjóðabandalagið með
vonum friðar og réttlætis, veila alþýðunni aukna þátt-
töku í stjórn ríkjanna og nýlendunum aukin sjálfsfor-
ráð. Auk þess gaf skipulagið sjálft gej’silegan höggstað á
sér. Milljónir manna fóru að opna augun fj’rir því, að
kapitalisminn væri úrelt fyrirkomulag, hömlun á eðli-
legri þróun þjóðfélagsaflanna og skapaði þjóðunum á-
nauð og ógæfu. En sérstaklega kom þetta í ljós í hinni
miklu fjárkreppu, er liófst 1929. Þá birtist öngþveiti
skipulagsins í nakinni mynd. Til þess að bjarga sér
út úr kreppunni reyndi sérréttindastéttin að koma tjón-
inu af sér yfir á vinnandi stéttirnar og notaði til þess
j’firráð sín j’fir auðsköpunartækjunum og völd sín í
bönkum og ríkisstjórnum. En auðvaldið rak sig hér á
mótspj’rnu alþýðunnar, samtök hennar, lýðréttindi og
þingræðislög. Til þess að framkvæma kreppuráðstafan-
220