Rauðir pennar - 01.10.1938, Blaðsíða 223
ir sínar, og viðlialda sjálfu sér og gróðahlut sínum,
þurfti auðvaldið sérstaklega þrennt, að bi’jóta nið-
ur vörn allra alþýðusamtaka, í hverju einstöku landi
og á alþjóðlegan mælikvarða, kollvarpa skipulagi lýð-
ræðis og fá í staðinn skipulag fasismans, þ. e. fullkom-
ið einræði til að skipuleggja fjármál sín. En þetta livort-
tveggja þó sérstaklega i þeim tilgangi að fá frjálsar
liendur til þess að undirbúa styrjöld og geta sölsað und-
ir sig með vopnum þá hagsmuni, sem það getur ekki
náð eða ekki jafn greiðlega með friðsamlegum ráðurn,
en styrjaldir eru hæsta stigið í fjármálapólitík auð-
valdsins. Þessar þrenns konar aðgerðir eru einmitt sam-
kenni allra athurðanna, sem taldir voru að framan.
Fyrst er í liverju landinu af öðru ráðizt á alþýðusam-
tökin, hyrningarsteina lýðræðisins. Næsta sporið er að
eyðileggja lýðræðisskipulagið sjálft, hanna flokka, af-
nema þing og frjálsar kosningar. Þá er fasisminn kom-
inn á, og um leið er vígbúnaðurinn gerður að þunga-
miðju allrar framleiðslu. Þegar vigbúnaðurinn er kom-
inn á hæfilegt stig, liefst landaránið, sbr. Abessiníu,
Spán, Austurríki, Kína, Tjekkóslóvakíu.
En hvernig getur þetta slcýrt það takmarkalausa sið-
leysi og þá djöfullegu grimmd, sem lýsir sér i Ixar-
dagaaðferðum og styrjöldum fasismans, pyndingum,
Gyðingaofsóknum, árásum á varnarlausar borgir, dráp-
um barna og gamalmenna? Aðferðirnar samsvara þeim
liugsjónum, sem barizt er fyrir. Þær samsvara menn-
ingarstigi fasismans. Menn verða að gera sér grein fyr-
ir því, hvers konar lið það er, sem notar fasismann,
þ. e. ofbeldi, rán, misþyrmingar og menningarníðslu
senx bardagaaðferð. Auðvaldsskipulagið hefur alið upp
lið gróðabrallsmanna, kaldra útreikningsmanna, sem
litur á sig vegna heppni í verzlun og auðsöfnun sem
eins konar úrvalsstofn. Það hefur skapað sér sína eigin
siðfræði, verzlunarsiðfræði, gersneydda allri mannúð,
öllum mannlegum tilfinningum, öllum framfaralegum
221