Rauðir pennar - 01.10.1938, Qupperneq 224
hugsjónum. Þetta lið hefur alið hjá sér ótakmarkaðan
ofmetnað, dramb og liroka, og litilsvirðingu fyrir öðr-
um. Milljónirnar, fjöldinn, eru i augum þess verur á
lægra stigi, lieimskar, skynlausar, verur til að leika meðr
notfæra sér til hagsmuna, láta þræla, verur, sem liægt
sé að ljúga fullar, siga saman i ófriði og þurfi ekki ann-
að en halda liræddum og ógna til hvers sem vera skal.
I öllum aðferðum fasismans endurspeglast dæmalaus
fyrirlitning fyrir manninum, allt frá lýðskrumi og
blekkingum yfir til múgmorða. Á sama hátt er lítils-
virðingin fyrir öllum mannlegum réttindum. Hugtölc
eins og réttlæti, friður, mannúð, kristindómur, bræðra-
lag, frelsi, eru viðbjóðsleg í augum fasista. Þegar menn
með svona hugsunarliætti verða fyrir mótspyrnu af
hálfu múgsins, þá tryllast þeir. Þeirra liugsjón er auð-
söfnun. Lífsbarátta þeirra er fyrir viðhaldi auðsöfn-
unarskipulags, sem er að hrynja undan fótum þeirra.
Þeir bíða ósigra, gróðamöguleikarnir þverra, vörn múgs-
ins, er þeir fyrirlita, vex að sama skapi. Þeir særast í
ofmetnaði sínum og drambi. Þá liefst kappið annars
vegar, reiðin og hefnigirnin hins vegar út í hinn fyrir-
litlega múg, sem gerist svo djarfur að vilja hindra
framgang þeirra, hinna vitru og tignu með þjóðunum.
Nýr ósigur skapar aukinn ofsa og nýjan, grimmdarfull-
an útreikning. Ófarirnar hrekja þá lengra og lengra
út í ofbeldi og grimmd og hefnd. Hinn kaldi heili rán-
dýrsins tekur til starfa. Þær aðferðir eru fundnar upp,
sem eiga að vekja hrylling og hræðslu. Hræðslu og ótta
fólksins nota þeir sér til þess að geta kúgað og ríkt.
Árásir á friðsamar borgir og sjúkrahús, pyndingar og
ofsóknir, eins og gagnvart Gyðingum, eru úthugsaðar
aðferðir til þess að hræða fólkið og veikja mótspyrnu
þess. Yfirgangur þeirra, lögbrot, stóryrði, ógnanir í milli-
ríkjapólitík, eru á sama hátt aðferðir til að hræða aðr-
ar þjóðir, gera heiminn skjálfandi af ótta við vald fas-
ismans, vald auðmannanna, úrvalsliðsins, sem er útval-
222