Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 225
ið til þess af náttúrunni, ef ekki Guði sjálfum, að leggja
undir sig allan heiminn og þrælka og kúga mannkyn-
ið, hinn nafnlausa „skríl“.
Hér eru öfl að verki, sem verulega ber að óttast, ekki
fasismann í sjálfu sér, styrk hans i þeim löndum, þar
sem hann hefur tekið völdin, heldur sjálft peninga-
valdið, sem stendur á hak við hann. Auðvaldið á því
stigi hrörnunar, sem það er nú, er hræðilegt afl i sið-
leysi sínu og ófyrirleitni. Atburðir þeir, sem við höf-
um lifað undanfarið, eru nógu ljós vitnisburður þess,
sem korna mun og koma hlýtur. Auðvaldsskipulagið
er orðið algerlega úrelt fyrir það þróunarstig tækninn-
ar og framleiðsluháttanna, sem nú er. Það á ekkert
fyrir höndum annað en kreppu á kreppu ofan, sem
það finnur enga lækningu við og leiðir hrun þess nær
og nær. í þessum dauðateygjum verður grimmd þess
alltaf takmarkalausari og aðferðir þess æ heiftúðugri.
Auðvaldsdrottnarnir munu ekki láta af auðsöfnunar-
klækjum sínum, þeir berjast fyrir sínu skipulagi, unz
yfir lýkur, hvað sem það kostar í eyðingu landa og
þjóða, mannvirkja og menningar. Það verður ekki dul-
ið með neinum blekkingum, að lieimsstyrjöld vofir yfir.
Og jafnvíst er það, að sú styrjöld verður liáð af meiri
grimmd en nokkur maður hefur upplifað. Það er um
framtíðarskipulagið í heiminum, sem barizt verður, og
það verður enginn friður, ekkert réttlæti, ekkert spar-
að til mannlífa, fyrr en sú styrjöld er úti.
En hvað er þá um vörn mannkynsins, vörn allra,
sem tileinkað hafa sér siðmenningu undanfarinna kyn-
slóða, allra, sem réttlæti, frelsi, menning, lýðræði, frið-
ur er hagsmuna- og mannréttindamál? Sér ekki alþýða
landanna þá hættu, sem af fasismanum stafar, og vill
hún ekkert leggja á sig, engu fórna, til þess að verja
lif sitt, verja mannréttindin, hjarga við heiðri og þró-
un og framförum mannkynsins? Er það réttur útreikn-
ingur, rétt skoðun lijá úrvalsliði auðvaldsins, að fjöld-
223