Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 228
aðgerðunum gagnvart Ítalíu, ef England hefði ekki svik-
izt úr leik. England brást á sama hátt öllum skyldum
sinum gagnvart löglegri ríkisstjórn Spánar. í stað þess
að hindra innrás fasistaherjanna með sameiginlegum
aðgerðum, kúgaði England frönsku stjórnina út í „hlut-
leysis“-aðgerðirnar, sem orðnar eru viðbjóðslegur
skrípaleikur í augum alheims og hafa frá byrjun ver-
ið hugsaðar sem stuðningur við fasismann, enda reynzt
svo frá fyrstu tíð. Ástæðan til þessa stuðnings er engin
önnur en sú, að enslca auðmannastéttin óskaði ekki eft-
ir lýðræðisstjórn á Spáni, og menn sjá það skýrt nú,
að liún ætlar ekki að láta sitja við hálfunnið verk eða
leynimakkið eitt, heldur gengur i opinbera samvinnu
við fasista um að hindra sigur stjórnarinnar, hvað sem
það kostar, með því að svelta þjóðina inni, þegar ekki
tekzt að vinna hana með vopnum. Það mætti telja upp
mörg dæmi önnur um stuðning ensku stjórnarinnar við
fasismann. Hún mun t. d. ekki hafa hreinar liendur
í Kína, frekar en annars staðar. Augljóst er, hvernig
hún í samráði við auðmannastétt Fraltklands hefur
beitt hinni ótrúlegustu kúgun við þjóðfylkingarstjóm-
irnar þar. Sú kúgun náði hámarki sínu í því að
neyða Daladierstjórnina til að svíkja samningana við
Tjekkóslóvakíu, fórna þar með einni sterkustu banda-
þjóð sinni, afsala sér i rauninni annarri höfuð-varnar-
línunni í hendur óvina sinna og veikja svo afstöðu
Frakklands, að það verður ekki lengur talið til stór-
velda álfunnar. Það er ekki eðlilegt, að mikið hafi orð-
ið úr sameiginlegri vörn lýðræðisríkjanna móti fasism-
anum, þegar hið volduga England, sem lengi hefur ver-
ið litið á sem verndara lýðræðisins, og smáríkin hafa
leitað hjá forystu, bregzt algerlega og leggst á sveif með
fasismanum. Enda er nú svo komið, að Þjóðabanda-
lagið liggur allt í molum, smáþjóðirnar hafa xnisst allt
traust á því og forystu Englands, draga sig alveg í
hlé eða leita vinfengis hjá fasistarikjunum. Sovét-
226