Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 229
ríkin ein liafa lialdið uppi ákveðinni og óhaggan-
legri stefnu gegn yfirgangi fasismans, þau hafa hvað
eítir annað krafizt, að refsiákvæðum Þjóðabandalags-
ins væri skilyrðislaust beitt gegn hverri árásarþjóð. Þau
studdu Abessiníu, þau liafa lialdið fram rétti lýðræðis-
stjórnarinnar á Spáni og styrkt liana á allan hátt, þau
reyndust trú samningi sínum við Tjekkóslóvakíu, gáfu
skilyrðislausa yfirlýsingu um það, að þau berðust með
lienni, enda þótt Frakkar brygðust, en tjekkneska stjórn-
in kaus ekki að verjast og þáði því ekki hernaðarlega
hjálp þeirra. Það er vert að taka þetta skýrt fram vegna
þess, að sú lýgi hefur alls staðar verið útbreidd, að
Sovétríkin liafi hrugðizt Tjekkóslóvakíu á sama hátt
og Frakkland og einlægt bundið stuðning sinn því
skilyrði, að Frakkland væri með. Sovétríkin hafa alls
staðar, líka gagnvart Japan, fylgt þeirri stefnu að fá
lýðræðisþjóðirnar til sameiginlegra aðgerða gegn fas-
istaríkjunum, sameiginlegrar baráttu til að tryggja frið-
inn í heiminum. Ef þeirri stefnu liefði verið fylgt, væri
öðruvísi umhorfs en nú er með þjóðunum.
Það þarf ekki að grafa djúpt eftir orsökunum fyrir
því, að stjórnir lýðræðisríkja eins og Englands bregð-
ast i allri haráttu móti fasismanum. Þessar stjórnir
cru fulltrúar auðvaldsins, hins sama auðvalds og stend-
ur að baki fasismanum og notar hann sem bardagaað-
ferð gegn alþýðustéttinni, lýðræði og friði í heimin-
um. í stjórn Englands hefur einmitt náð sæti sú ldíka
auðvaldsins, sem vill viðhalda fasismanum og berja nið-
ur í hverju landi frelsishreyfingu alþýðunnar. Þessi
sama stjórn, með Chamberlain í fararbroddi, sem græt-
ur krókódílstárum yfir verndun friðarins, er einmitt
fulltrúi þeirra afla, sem ósleitilegast vinna að þvi að
koma heiminum í bál. Það er ekkert undrunarefni, þótt
saklaus alþýðan geti ekki séð við slílcri glæpamennsku.
En innan auðvaldsins sjálfs eru mótsagnir og andstæð-
ur, svo að auðmannastéttin í löndunum er langt frá
227