Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 230
því að vera óskipt fylgjandi stefnu fasismans. Samt
mega menn ekki gleyma því, að í baráttunni gegn fas-
ismanum er ekki við ríki hans ein að etja, heldur liið
alþjóðlega auðvald, sem stendur á bak við ofbeldisverk
hans og reiknar út gróðann af því að pynda og arðræna
mannkynið.
En þótt lýðræðisrikin bregðist, vegna þeirra áhrifa,
sem auðvaldið hefur innan þeirra, hvers vegna reyn-
ast ekki hin sterku þjóðlegu og alþjóðlegu samtök al-
þýðunnar máttugri í vörn sinni gegn fasismanum? Hvers
vegna knýja þau ekki stjórnir lýðræðisríkjanna til þess
að beita sér gegn ofbeldinu, og hvers vegna láta mill-
jónaflokkar verkalýðsins mola sig niður í hverju land-
inu af öðru, jafnvel án þess að veita viðnám? Óneitan-
lega liefur verkalýðshreyfingin reynzt ótrúlega mátt-
lílil að verjast fasismanum, en til þess liggja margar
orsakir. Hún hefur greinzt í tvær (og jafnvel fleiri)
fylkingar, sem hafa ekki komið sér saman um baráttu-
aðferðir og barizt oft lieiftúðlega innbyrðis. Þetta hef-
ur veikt geysilega varnarkraft samtakanna, og er jafn-
vel eitt út af fyrir sig nægilegt til að skýra ósigrana.
1 öðru lagi hefur verklýðshreyfingin ekki áttað sig í
tæka tíð á þeim aðferðum ofbeldis og lögleysu, sem
fasisminn beitir. Enn fremur gerði hún sér ekki nógu
ljósa grein fyrir, hvað liættan af fasismanum var al-
varleg. Ef verklýðshreyfingin hefði öll verið einhuga
og jafnframt beitt nógu viturlegum og einbeittum varn-
araðferðum, þá hefði henni vafalaust tekizt að kæfa
fasismann í fæðingunni og hindra framgang hans. En
harmsaga verklýðshreyfingarinnar hefur verið sú að
hafa hvorugt lieppnazt.
Við höfum séð, að það, sem hjálpað hefur fasism-
anum í sókn hans á hendur alþýðu, lýðræði og friði,
er undanhald og jafnvel bein svik þeirra ríkja, sem bar
skylda til að verja þessi réttindi. Það hefur verið und-
anhald á allri herlínunni og því meira, því brýnni sem
228