Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 231
þörfin varð til að veita viðnám. Þetta undanhald fyrir
fasismanum kemur sem beint framhald af undanhald-
inu fyrir auðvaldinu í hverju einstöku landi, eða m.
k. af skorti á nógu öflugri sókn. Um öll lönd vesturálfu
hefur alþýðan átt sterka flokka með sósíalisma á stefnu-
skrá. Hún hefur léð flokkum þessum fylgi, og liún hef-
ur verið reiðuhúin að leggja jafnvel líf sitt í sölurn-
ar fyrir frelsi sitt. Hún hefur skipað sér svo þétt uni
þessa flokka, að þeir hafa komizt í fullkomna valda-
aðstöðu. En þeir hafa liikað á hinum alvarlegustu stund-
um. Einna örlagaríkast hefur þetta verið með jafnað-
armannaflokk Englands, því að rétt og djörf pólitík af
hans hálfu hefði nægt til þess að frelsa þjóðirnar und*-
an þeirri áþján fasismans, sem nú rikir. Alþýðustjórn
á Englandi síðustu árin liefði þýtt lirun fasismans. En
þegar jafnaðarmenn komust í stjórnaraðstöðu 1931, þá
gerðu þeir sambræðslu við íhaldið og þorðu ekki að
stjórna. Og síðan hefur pólitík þeirra verið afsláttur
á kröfum alþýðunnar heima fyrir og um leið afslátt-
ur á alþjóðlegum kröfum verkalýðsins. Því lengra sem
liðið hefur á og þvi meiri, sem nauðsynin varð fyrir
djarfar aðgerðir, þvi vandræðalegri varð afstaða flolcks-
ins. 1934, þegar alþýða Austurríkis greip til vopna, þá
naut hún öflugs stuðnings hjá jafnaðarmannaflokki
Englands. Árið eftir, þegar Abessinía átti í hlut, hóf
b.ann engar sjálfstæðar aðgerðir, heldur fól ríkisstjórn-
inni forystuna og stóð svo varharlaus, þegar svik hennar
komu fram. En þegar kom að Spánarstyrjöldinni, þá
brást flokkurinn fyrst algerlega. í stað þess að taka
þá þegar upp öfluga baráttu gegn utanríkismálastefnu
stjórnarinnar, þá studdi hann „hlutleysis“-tillögurnar,
og drýgði þar með sömu afglöp og jafnaðarmannastjórn
Blums í Frakklandi. í rauninni er þetta spegilmynd af
pólitík sósíaldemókrata í flestum löndum, sérstaklega
þeirra flokka, sem mestu hafa ráðið í Alþjóðasambandi
jafnaðarmanna. Heima fyrir hafa þeir staðið á móti
229