Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 232
samfylkingu verkalýðsins og á alþjóðlegan mælikvarða
ekki fengizt til að liefja neinar sameiginlegar aðgerðir,
sem liefðu verulega getað dugað til þess að skapa ann-
að ástand en nú er. Klofning verklýðslireyfingarinnar,
og undanlátssemi stærstu alþýðuflokkanna í mörgum
voldugustu lýðræðisrikjunum, hefur verið vatn á myllu
fasismans. Með frekju, stóryrðum og ógnunum getur
hann farið sínu fram, heil riki og lieil alþjóðasamhönd
slíðra sverðið, þegar verst gegnir.
Við slíkar staðreyndir hlýtur óhug að slá á alla menn,
sem enn eiga réttlætistilfinningu i hrjósti. Hver liugs-
andi maður sér, að eigi sama pólitikin, sama undan-
haldið, að eiga sér stað framvegis, þá flæðir fasism-
inn óhindrað yfir álfuna, þá verður Evrópa eitt fang-
elsi, öll menning hennar hrynur í rústir, líf milljóna
inanna tortímast, frelsið glatast. Það er frammi fyrir
þessum viðhorfum, að menn spyrja sjálfa sig í ótta:
Hvað eigum við enn eftir að lifa? Verður engu bjarg-
að við? Verður allt brotið niður og leggst dauði og auðn
yfir þau lönd, þar sem við áður nutum friðar, frjálsr-
ar hugsunar og menningarlegs li'fs? Það verður að
draga þessa mynd fram, þótt svört sé.
En eru þá engar likur til, að undanhaldið verði stöðv-
að, lýðræðisþjóðirnar taki upp pólitík sóknar og liug-
rekkis? Þær auðmannaklíkur, sem stóðu að svikunum
í Munchen, lialda áfam að vinna fyrir fasismann. Það
væri ný og liættuleg blekking að láta sér detta annað
í liug. Þau öfl, sem vilja eyðileggja sameiningu alþýð-
unnar og samvinnu þjóðanna, lialda áfram starfi sínu
og það eflaust af opinberari fjandskap en hingað til.
Með lijálp þeirra getur fasisminn átt eftir að leiða glöt-
un yfir fleiri þjóðir. En þessi öfl mæta stöðugt þyngri
mótspyrnu. Við megum ekki gleyma, að pólitík auð-
valds og fasisma er rekin þvert ofan í vilja þjóðanna.
Alþýðan liatar fasismann og er hvenær sem er reiðu-
búin til að berjast gegn honum. Hver sannur mennta-
230