Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 233
maður, liver unnandi frelsis, réttlætis og menningar,
liatar fasismann. Með jafn brjálæðiskenndri villi-
mennsku eins og Gyðingaofsóknunum, safnar liann æ
lieitari glóðum elds að höfði sér. Þjónar fasismans hafa
orðið að grípa til hinna ófyrirleitnustu blekkingarað-
ferða, og það jafn kostnaðarsamra og almenns lierút-
boðs, til þess að koma svikum sínum i framkvæmd. Það
verður erfiðara i næsta skipti að svikja alþýðuna i
n.afni friðarins eða annarra hugtaka, sem henni eru
helg. Að pólitík undanhaldsins og ósigranna standa fá-
mennar valdaklíkur. Alþýðan liefur barizt og berst í
dag af hugrökkum krafti móti fasismanum. Þrátt fyrir
hina auðfengnu sigra, á hann sterkustu framfaraöfl
heimsins á móti sér. f Sovétríkjunum á hann 180 mill-
jóna þjóðir i eldmóði nýrrar uppbyggingar sér and-
vigar. f Kína safnast öll þjóðin, sem áður stóð í inn-
byrðis stríði, til einhuga baráttu gegn yfirgangi Japana.
Á Spáni hefur alþýðan gefið leiftrandi fordæmi um ein-
ingu og krafl til að verjast fasismanum. Sterk reiði,
undanfari þróttugri baráttu, hefur gripið ensku og
frönsku þjóðina. Pólitík ríkisstjórnanna mætir þegar
harðvítugri mótspyrnu og það inni í röðum áhrifa-
manna, sem verið hafa þeirra tryggustu fylgjendur.
Sú blekkingarvima, sem fékk mikinn hluta borgarastétt-
arinnar og jafnvel eitthvað af alþýðu til að hylla Cham-
berlain og Daladier, stóð aðeins skamma stund. Al-
menningur veit nú, að þeir björguðu engum friði, lield-
ur gáfu striðsöflunum lausari tauminn. Svikin i Miin-
chen hafa borið mikinn árangur fyrir auðvaldið, en
þau liafa líka gagnstæðar verkanir við það, sem til var
ætlazt. Það hefur t. d. misheppnazt að rjúfa samvinnu
verklýðsflokkanna á Frakklandi, þvert á móti styrlcist
samvinna þeirra. Það samstarf lýðræðisþjóðanna, sem
reynt var að eyðileggja i Miinchen, getur tekizt aftur
fyrr en varir. Það átti að útiloka Sovétríkin frá áhrif-
um í stjórnmálum Evrópu. En svo getur farið, að jafn-
231