Rauðir pennar - 01.10.1938, Síða 234
vel þeir, sem unnið liafa að því verki, verði innan
skamms fegnir að leita hjálpar þeirra gegn fasisman-
um, þegar liann ræðst á hagsmuni þeirra sjálfra. Það
er m. k. rétt að veita því athygli, að aldrei liafa komið
fram jafn ákveðnar og ítrekaðar kröfur á þingum Eng-
lands og Frakklands um samvinnu við Sovétrikin,
eins og síðan þeir Chamherlain og Daladier „hjörguðu
heimsfriðnum“ í Miinchen. Sovétríkin munu lika halda
áfram að heita sér fyrir sameiginlegum aðgerðum lýð-
ræðisþjóðanna móti fasismanum. Það virðist enn frem-
ur, að Bandaríkin ætli að láta meira til sín taka í þeirri
haráttu hér eftir en liingað til. Sú friðarsamvinna, sem
slitnað hefur í bráð, verður tekin upp aftur af nýjum
krafti. Hið brýnasta mál er að bjarga lýðræði Spán-
ar og koma frá völdum þeim ríkisstjórnum, sem nú
ráða í Englandi og Frakklandi. Fasisminn er ekki eins
sterkur og sigrar hans gefa í skyn. Honum liefur verið
lialdið uppi af auðvaldsklíkum annarra ríkja, sérstak-
lega Englands. Missi þær völd, verður auðvelt að stöðva
fasismann. Sjálfur felur hann hrunið í sér. Hann er
neyðarráðstöfun hrynjandi skipulags. Það skipulag vis-
indalegrar þekkingar, sem hlýtur að taka við af auð-
valdinu, er þegar í byggingu hjá 180 milljóna riki. Það
rís af vaxandi mætti og velmegun. Öll framfaraöfl
mannkynsins um gervöll lönd, alþýða og menntamenn,
vinna af eldmóði sannfæringar að nýrri skipun á heim-
inum. Hið úrelta og hrörnandi mun hrynja. Það nýja
og vaxandi mun taka við eftir órjúfanlegum lögmál-
um náttúrunnar og mannlífsins. Sú villimennska, sem
nú dafnar, ber dauðann í sér. Þróun menningarinn-
ar mun halda áfram. Spurningin er aðeins sú, hversu
miklu verður enn fórnað, áður en öfl tortímingarinnar
verða gerð áhrifalaus.
Þó að ljótt sé nú umhorfs, þurfum við ekki að missa
trúna á mannkynið. Þau hermdarverk, sem unnin eru
i heiminum, er að rekja til þjóðfélagslegra meinsemda.
232