Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 236
ar út gróða sinn og markaðsmöguleika, þá lætur það
engan blett jarðar undanskilinn. Auðvaldið er alþjóð-
legt, og það spyr ekki að landamærum, spyr ekki að
lit þjóðflokkanna, spyr ekki að smæð landanna, þegar
hagnaðarvon þess er annars vegar. Eins og stjórnmála-
maður liér áætlar fylgi sitt í öllum sýslum, eins reyn-
ir auðvaldið að tryggja áhrif sin um öll lönd jarðar. Á
enn þá liærra stigi en auðvaldið leitar þó fasisminn eft-
ir ítökum með liverri þjóð, gegnum hagsmunasambönd
sín, verzlun, sendiherra eða vísindaleiðangra. Það eru
nægar óvefengjanlegar heimildir fyrir því, livernig t. d.
Þýzkaland lieldur uppi skipulagðri áróðursstarfsemi
víðs vegar um heim frá ákveðinni miðstöð í Þýzkalandi.
Sú starfsemi fer fram á allan liugsanlegan hátt, bæði
leynilega og opinberlega, með þvi að lcaupa menn eða
fJokka til fylgis við sig, með þvi að kaupa greinar inn
i viðlesin blöð og timarit, með þvi að kosta útgáfu rita,
ná eignarhaldi á dagblöðum, stofna nazistadeildir, reka
njósnarstarfsemi, allt upp í það að hafa í opinberum
hótunum við erlend ríki eða ríkisstjórnir. Það hefur
komizt upp um svona starfsemi i hverju landinu af
öðru. Við skulum ekki halda, að fsland sé i þessu efni
undanskilið. Þjóðverjar virðast einmitt sækjast sérstak-
lega eftir áhrifum liér, undir alls konar yfirskini. Af-
skipti fasismans af landi okkar eru verulega ísjárverð,
grunsamlegir leiðangrar eru farnir hingað árlega, þýzk
nazistadeild er starfandi i Reykjavík, njósnarstarf rek-
ið á ýmsum sviðum og áhrif fasismans á íslenzkar valda-
klikur stórliættuleg. Þó að þjóðin sé smá, er liér nógu
að slægjast eftir, auðugum fiskimiðum, miklu landrými
og góðri aðstöðu í heimsstyrjöld. Okkur ber sannar-
loga að varast að álykta sem svo, að þeir atburðir, sem
gerast úti í lieimi, geti ekki einnig gerzt liér á landi i
mjög svipaðri mynd. Það er full ástæða fyrir okkur
íslendinga að vera vel á verði um sjálfstæði þjóðarinn-
ar. Og það er einmitt höfuðatriði, að þjóðin skilji í
234