Rauðir pennar - 01.10.1938, Page 238
einskis liöggstaðar á okkur, þ. e. að veita erlendum fas-
istaöflum engin ítök hér á landi, láta þau ekki ná hér
nokkrum álirifum. Við verðum að fordæma miskunn-
arlaust þá, sem slikt gera. Aftur á móti er það engin
barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, þó að bannað sé
að nefna yfirgang og glæpi harðstjóranna réttum nöfn-
um. Það er ekki barátta, það er undanhald og hræðsla.
Það er leiðin til ósigurs. Verndunin er i þvi fólgin að
veita fasismanum engar ívilnanir hér á landi, liindra
áhrif lians, banna erlendum fasistum áróðursstarfsemi
og landvist og skapa hér sterkt almenningsálit, sem for-
dæmir og fyrirlítur hvern þann, sem gerist sá niðing-
ur við þjóð sína að vinna hér fyrir fasismann að glöt-
un íslenzks sjálfstæðis. Þetta er fyrsta atriðið. Annað
er verndun lýðræðisins í landinu. Við vitum af reynslu
annarra þjóða, að það eru auðvaldsöflin í hverju landi,
sem bindast samtökum við fasismann og sitja á svik-
ráðum við sína eigin þjóð. Þess vegna er það ein höf-
uðskyldan i sambandi við verndun sjálfstæðisins að
sianda á verði gagnvart auðvaldinu lieima fyrir, hindra
yfirgang þess, tryggja sem allra bezt lýðræðisleg rétt-
indi fólksins, svo að þjóðin sjálf liafi alltaf tækin i
sínum höndum til að verjast öllum árásum, sem kunna
að koma frá auðmannaklíkum, er vinna fyrir fasism-
ann. Til þess að tryggja lýðræðið ber flokkum alþýð-
unnar, verkamönnum og hændum, fyrst og fremst
skylda til þess að standa fast saman. Við sjáum í öðr-
um löndum, hvaða aðferðir eru fyrst hafðar i frammi,
þegar auðvaldið undirbýr einræði sitt og fasisma. Hið
fyrsta er ætíð að brjóta mótstöðukraft alþýðusamtak-
anna, annað hvort með þvingunarlögum eða algerðu of-
beldi. Fyrst er t. d. ráðizt á verkfallsréttinn, komið á
gerðardómum í vinnudeilum, sett vinnulöggjöf, reynt
að kljúfa verklýðssamtökin eða gera þau áhrifalaus,
kaupa alþýðufulltrúa til fylgis o. s. frv. I kjölfar þessa
fer síðan algert samtakabann, afnám verklýðsflokka og
236