Rauðir pennar - 01.10.1938, Side 241
UM HÖFUNDANA.
Oscar Wilde (1856—1900) er heimsfrægt enskt skáld. Ballad
of Reading Gaol, sem hér birtist á islenzku í heilu lagi, er eitt
af stórbrotnustu verkum hans. Kvæðið lýsir örlögum manns, sem
Wilde kynntist í Reading-fangelsi, en er mótað af djúpri reynslu
skáldsins sjálfs, kveðið af leiftrandi frelsisþrá og krafti heitrar
ádeilu, sem er þó blandin persónulegri iðrun. Iívæðið er sígilt
að listrænni fegurð, en það talar á sérstakan hátt til nútimans:
lýsing skáldsins á mannlegri þjáningu og hróp þess á frelsi og
réttlæti.
Undir fyrirsögn kvæðisins stendur hjá Wilde: „í minningu um
C. T. W. fyrrum hermann í konunglega riddaravarðliðinu. D. í
Reading-fangelsi, Berkshire, 7. júlí 1896.“
Nokkrar skýringar við kvæðið:
Bls. 9: Reading frb. redding. — Hann bar ei skar-
latsbúning sinn. Einkennisbúningur fangans, meðan hann
gegndi herþjónustu, var rauður.
Bls. 12: Kaifasar vör. Lýtur að þeim sið, að fangelsis-
presturinn kyssir fangann á kinnina, er hann kveður fyrir af-
tökuna.
Bls. 23: Fangabúningurinn er örvóttur.
Bls. 24: Lik þeirra fanga, sem teknir eru af lifi, eru lögð í
óslökkt kalk til að flýta fyrir upplausn þeirra.
Bls. 25: fyrst pilagrímsins prik o. s. frv. Gömul
helgisögn.
Bls. 29: svo nardusangan o s. frv. Sbr. Matt. 26, 6.
Stefán Einarsson, doktor, er þekktur rithöfundur og fræðimað-
ur. Hann las norrænu við háskólann hér, samdi síðan doktors-
ritgerð um islenzka hljóðfræði. Hann er enn fremur höfundur
að Sögu Eiríks Magnússonar. Stefán hefur skrifað mikið af rit-
gerðum bæði í íslenzk og erlend tímarit, og unnið mikið og
þarft verk að kynningu íslenzkra fræða. í allmörg ár hefur liann
verið kennari við John Hopkins háskóla í Baltimore í Banda-
ríkjunum. Hann vinnur að því ásamt prófessor Richard Beck
að skrifa íslenzka bókmenntasögu á ensku.
Sigurður Helgason er einn af yngri rithöfundum okkar. Hann
hefur gefið út þrjár sögubækur, Svipi, Ber er hver að baki og
239