Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 6
6 20. október 2009 ÞRIÐJUDAGUR SAMGÖNGUMÁL Forsvarsmenn Reykjanesbæjar kalla eftir svör- um um hvort ríkið ætlar að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Sveitarfélag- ið ætlar að fullgera höfnina óháð aðkomu ríkisins en milljarðalán- töku þarf hins vegar til. Slík lán- taka gæti reynst þrautin þyngri. Helguvíkurhöfn er ekki á sam- gönguáætlun og ekkert fjármagn því eyrnamerkt hafnargerðinni. „Við höfum fengið þau svör frá forsvarsmönnum nokkurra ríkis- stjórna, og þá sérstaklega þeirr- ar sem nú situr, að það væri ekk- ert mál að koma með okkur í þetta verkefni og taka þátt í fjármögn- un við uppbyggingu hafnarinn- ar,“ segir Árni Sigfússon, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ. „Það liggur hins vegar ekki ljóst fyrir hvort og hvernig þessu verður sinnt.“ Fram kemur í fundargerð Atvinnu- og hafnaráðs Reykja- nesbæjar frá því í september að ráðið hafi „ítrekað sent erindi til Siglingastofnunar og Samgöngu- ráðuneytisins undanfarin þrjú ár vegna framkvæmda í Helgu- víkurhöfn án þess að ráðuneytið hafi komið því í samgönguáætl- un“. Því hefur verið svarað til frá ráðuneytinu að fjármagn liggi því ekki fyrir og setja þurfi sérlög ef ríkið eigi að koma að framkvæmd- inni. „Þar sem verkefnið er hluti af stöðugleikasáttmála ríkis og atvinnulífs er brýnt að verkefnið fái nú framgang“ segir jafnframt í fundargerðinni. Hafnargerðin, sem er nauðsyn- leg vegna álvers Norðuráls á staðn- um, er risavaxið verkefni fyrir sveitarfélagið. Áætlaður kostn- aður er tveir milljarðar króna. Hlutur ríkisins yrði 800 milljón- ir til milljarður króna, segir Árni. „Það er því löngu tímabært að við fáum úr þessu skorið.“ Árni segir að lán hafi ekki verið tekin til hafnargerðarinnar og ljóst að bæði yrði erfitt að finna það fjármagn og að slík lántaka yrði þungur baggi. Reykjanes- bær sé það sveitarfélag sem hefur lægstu skatttekjur á landinu og standi ekki endalaust undir þeirri fjárfestingu sem þarf til að byggja upp í Helguvík. „Við hljótum að treysta á að ríkið komi með þetta framlag, eins og það hefur gert annars staðar. En það er auðvelt að fella okkur ef þetta fjármagn kemur ekki því annars þurfum við að standa undir allri þessari fjár- festingu, það gæti reynst okkur mjög erfitt.“ svavar@frettabladid.is Ríkið veiti milljarði til Helguvíkurhafnar Óvíst er hvort Reykjanesbær fær fjármagn frá ríkinu til að fullgera stórskipa- höfn í Helguvík vegna álvers. Vilyrði var fyrir allt að milljarði. Hafnarbætur kosta tvo milljarða en lán eru ekki í hendi. Verðum að fá svör, segir bæjarstjóri. SAMGÖNGUMÁL „Málið er þannig statt að forverar mínir hafa ekki sett þetta inn í samgönguáætlun á undanförnum árum, hvorki fyrir tímabilið 2007 til 2010 né drögun- um sem ná til ársins 2018. Hafi vilyrði verið gefið fyrir þessu fjármagni hefur það ekki náð langt, því að þetta kemur hvergi fram í samgönguáætluninni“, segir Kristján Möller samgöngu- ráðherra. Kristján segir að árið 2003, í tíð Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks, hafi auk þess tekið gildi ný hafnarlög, og þar sé ekki gert ráð fyrir því að ríkið styrki hafnir eins og í Helguvík. Aðal- atriðið er að leita þarf heim- ildar í lögum fyrir þessari fjárveitingu til þess að koma þessu inn í sam- gönguáætlun en hún er nú til end- urskoðunar. Kristján segist vona að ný sam- gönguáætlun verði lögð fyrir þing- ið fyrir árslok. Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að Reykjanes- bær fái fjárveitinguna, sérstak- lega í ljósi gífurlegs niðurskurðar til samgöngumála, ítrekar Kristj- án að þrátt fyrir loforð forvera sinna eða fyrri fjármálaráðherra þá hafi fjármagnið ekki ratað inn í samgönguáætlun og hafnarlög geri ekki ráð fyrir þátttöku rík- isins, en hann segist vilja láta á það reyna að fá fjármagn í þessa framkvæmd þó ekkert sé tryggt í þeim efnum. - shá Samgönguráðherra getur engu lofað um hvort ríkið leggi fram fé til hafnargerðar: Er ekki á samgönguáætlun KRISTJÁN MÖLLER HELGUVÍK Frá náttúrunnar hendi eru hafnarskilyrði góð en mikla uppbygg- ingu þarf til að taka á móti skipum fyrir stórt álver. Myndin er tölvu- unnin fyrir framkvæmda- aðila FÉLAGSMÁL Þriggja daga þing BSRB, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, verður sett á Grand hóteli á morgun. Yfirskrift þingsins er: Fram- tíð byggð á jöfnuði, atvinnu, vel- ferð og réttlæti en verkefni þess er að móta stefnu bandalagsins til næstu þriggja ára. Þingfulltrúar eru um 260. Þá liggur fyrir þinginu að kjósa nýjan formann en Ögmund- ur Jónasson lætur af því starfi eftir rúmlega tuttugu ára for- mennsku. Ögmundur ávarpar þingið við setningu þess í fyrramálið og síðdegis á morgun verður sér- stök hátíðardagskrá í Háskóla- bíói honum til heiðurs. Meðal þeirra sem fram koma eru Pétur Gunnarsson rithöfund- ur, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, BSRB kórinn og Lúðrasveit verkalýðsins. Þau sem sækjast eftir for- mennsku hafa öll gegnt trúnað- arstörfum innan verkalýðshreyf- ingarinnar um nokkurn tíma og sitja í stjórn BSRB. Arna Jakobína Björnsdóttir er formaður Kjalar, en starfssvæði félagsins er í Borgarbyggð, Húna- vatnssýslum og við Eyjafjörð. Árni Stefán Jónsson er for- maður SFR sem áður hét Starfs- mannafélag ríkisstofnana. Hann hefur gegnt formennsku í BSRB síðan Ögmundur fór í leyfi er hann varð ráðherra í febrúar. Elín Björg Jónsdóttir er for- maður Félags opinberra starfs- manna á Suðurlandi. - bþs Þrjú sækjast eftir að taka við formennsku í BSRB af Ögmundi Jónassyni: Hátíðardagskrá Ögmundi til heiðurs ÁRNI STEFÁN JÓNSSON ARNA JAKOBÍNA BJÖRNSDÓTTIR ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR ÖGMUNDUR JÓNASSON 668 kr.á mánuði Vefhysing_ Pantaðu núna á www.1984.is ISLENSK VEFHYSING = MEIRI HRADI >> MEIRA ÖRYGGI >> MUN ODYRARI Sími 546 1984 ::: info@1984.is Félagsfræðingafélag Íslands og Lýðheilsustöð Fjölmiðlar og lýðheilsa Getur umfjöllun fjölmiðla skaðað velferð fólks? Félagsfræðingafélag Íslands og Lýðheilsustöð standa fyrir málþingi um fjölmiða og lýðheilsu þriðjudaginn 20. október 2009 á Hótel Sögu í Reykjavík. Dagskrá: 12:30-13:00 Skráning á málþing 13:00-13:10 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir forstjóri Lýðheilsustöðvar 13:10-13:30 Guðbjörg Hildur Kolbeins, stundarkennari Háskóla Íslands Aðeins 1 skammtur af fréttum á dag skv. læknisráði 13:30-13:50 Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarfréttastjóri Fréttablaðsins 13:50-14:10 Þórólfur Þórlindsson, prófessor Háskóli Íslands Frammistaða og hlutverk fjölmiðla á umbrotatímum Fundarstjóri: Þorbjörn Broddason 14:40-15:15 Pallborðsumræður, Guðbjörg Hildur Kolbeins, Þórólfur Þórlindsson, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Steinunn Ste- fánsdóttir, Þorbjörn Broddason Stjórnandi pallborðsumræðna: Sölvi Tryggvason Þátttökugjald er 1.500 kr með kaffi og ávöxtum Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á http://www.lydheilsustod.is/skraning. Ágætt er að skrifa “Fjölmiðlar og lýðheilsa” í reitinn skráning á www.felagsfraedingar.is www.lydheilsustod.is KJÖRKASSINN Hefur þú nýtt þér vændisþjón- ustu? Já 14% Nei 86% SPURNING DAGSINS Í DAG Er samningurinn um Icesave ásættanlegur? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.