Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 14
14 20. október 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Frá árinu 1996 og til ársloka 2008 sóttu rúmlega 650 ein- staklingar um hæli á Íslandi. Þar af dró rúmlega fjórðungur umsóknir sínar til baka eða hvarf af landi brott. Íslensk stjórn- völd hafa því einungis þurft að afgreiða um fjörutíu umsóknir um hæli á ári að meðaltali undan- farin tólf ár – vissulega nokkru fleiri á síðustu árum. Þrátt fyrir það virðast þau veigra sér við það verk því að einungis tæpur helm- ingur þessara umsækjenda fékk efnislega meðferð á málefnaleg- um forsendum. Hinir voru sendir úr landi á grundvelli svo kallaðr- ar „Dyflinnarreglu“ sem ætlað er að koma í veg fyrir að einn einstaklingur geti átt umsókn- ir í mörgum ríkjum samtímis. Í henni felst engin skylda heldur heimild til stjórnvalda á hverjum stað til að skjóta sér undan því að meðhöndla umsóknir hælis- leitenda efnislega heldur senda þá þess í stað til annars lands á Schengen-svæðinu. Þess eru fá dæmi að hælisleitendur hafi verið sendir til Íslands frá öðrum lönd- um á grundvelli þessarar reglu – umferðin hefur verið í hina átt- ina. Aðalatriðið er þó að íslensk stjórnvöld eru ekki neydd til neins á grundvelli Dyflinnarreglunnar. Þegar vitnað er í hana er einungis verið að víkja sér undan alvarleg- um spurningum um hvers vegna Útlendingastofnun treystir sér ekki til að meðhöndla mál allra hælisleitenda á Íslandi efnislega í ljósi þess hversu fáir þeir eru. Meðferð hælisleitenda er ekki tæknilegt úrlausnarefni heldur hápólitískt mál. Því var þess lítil von að mikil breyting yrði í stefnu Íslands gagnvart hælisleitend- um á þessu tímabili þar sem sami flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, fór með dómsmálaráðuneytið í átján ár samfleytt. Á hinn bóginn urðu tímamót þegar mynduð var vinstri stjórn á Íslandi 1. febrú- ar sl. og sú stjórn vann svo þing- meirihluta í alþingiskosningum 25. apríl sl. Þau úrslit mætti skilja sem vísbendingu um breyttan vilja þjóðarinnar, í þessum mála- flokki sem öðrum. Hin nýja rík- isstjórn setti enda breytingar í þessum málaflokki á oddinn þar sem í stjórnarsáttmála segir að „lög um hælisleitendur verði end- urskoðuð“ og með nafnbreytingu á dómsmálaráðuneyti í mannrétt- indaráðuneyti var gefið í skyn að virðing fyrir manneskjunni yrði hér eftir sett í öndvegi. Það er erf- itt að rökstyðja að það sé sérstakt framlag til mannréttinda að halda áfram að senda helming hælisleit- enda úr landi án þess að taka mál þeirra fyrir efnislega. Það er eigi að síður það sem hin nýja vinstri stjórn hefur gert. Steininn tók þó úr í seinustu viku þegar þrír hælisleitendur frá Írak og Afganistan fengu þessa snautlegu meðferð. Það dylst þó engum hvílíkt skelfingarástand er ríkjandi í þessum löndum. Þar að auki bera íslensk stjórnvöld ríka ábyrgð á því ástandi, haf- andi stutt við bakið á innrásunum sem leitt hafa ómælda hörmung yfir Írak og Afganistan. Ekkert er síður sæmandi en að reka fólk frá þessum tveimur löndum frá Íslandi án þess að taka mál þess fyrir. Þessi vinnubrögð eru nákvæmlega eins og þau sem ríkt hafa undir fyrri hægri stjórnum og voru þá harðlega gagnrýnd af vinstrisinnuðum stjórnarand- stæðingum. Þau ómerkja þar að auki fullkomlega hina nýlegu nafnbreytingu dómsmálaráðu- neytisins og afhjúpa hana sem hræsnisfullt froðusnakk. Við stofnun vinstri stjórnar voru þau nýmæli viðhöfð innan framkvæmdarvaldsins að tvö ráðuneyti voru falin ópólitísk- um ráðherrum og átti að vera til marks um aukna fagmennsku innan stjórnsýslunnar. Þess- ir ráðherrar bera eftir sem áður pólitíska ábyrgð og sitja í skjóli sama þingmeirihluta og aðrir ráðherrar. Dómsmálaráðherra hefur sömu pólitísku skyldur við almenning og þeir ráðherrar sem eru þjóðkjörnir alþingismenn og sækir umboð sitt til flokkanna sem mynda þingmeirihlutann. Eru þessir flokkar, Samfylking- in og Vinstrihreyfingin-grænt framboð, sáttir við að vinnu- brögð gagnvart hælisleitendum hafi ekkert breyst við valdatöku þeirra? Reka þessir flokkar sömu stefnu gagnvart þeim og sjálf- stæðismennirnir sem áður voru gagnrýndir af þeim? Kjarni málsins er þó sá að það virðingarleysi sem hælisleitend- um er sýnt á Íslandi er hvorki góð fagmennska né góð pólitík. Þjóðarbúið hefur vissulega tekið ýmsar dýfur að undanförnu en oft hefur ræst betur úr en á horfðist og Íslendingar eru svo sannarlega enn þá í hópi ríkustu þjóða heims í efnahagslegu tilliti. Þjóð sem ekki ræður við að taka árlega við fjörutíu manneskjum sem biðja hér um hæli skortir ekki peninga heldur gott hjartalag. Virkisborgin Ísland SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Hælisleitendur bílaperur Quarts allt að 80% meira ljós NÝJAR bílaperur frá UMRÆÐAN Arnar Þorsteinsson skrifar um menntun Í dag, 20. október, stend-ur Félag náms- og starfs- ráðgjafa fyrir degi náms- og starfsráðgjafar í fjórða sinn. Þetta er í fyrsta skipti sem náms- og starfsráðgjaf- ar geta á þeim degi glaðst yfir nýfenginni lögverndun á starfsheiti þeirra sem færð var í lög á Alþingi síðastliðið vor. Var þar loks stigið skref sem stéttin hefur lengi beðið eftir. Lögverndunin er ekki aðeins viðurkenning fyrir fagstéttina. Hún er ekki síður mikilvæg fyrir þá sem sækja þjónustu náms- og starfsráðgjafa hvort heldur í atvinnulífinu eða skólakerfinu. Mikilvægi þess að fólk taki upplýstar ákvarð- anir um nám og starf verður seint ofmetið enda vinnan ekki aðeins leið til að komast af heldur afar mikilvægur þáttur í öllu okkar lífi, í sjálfs- mynd okkar og félagslegu umhverfi. Starfsfer- ill er flókið fyrirbæri og síbreytilegt. Í dag er langt í frá víst að starfsferill okkar samanstandi af svipuðum þáttum og segjum skáldsaga þar sem upphaf, miðja og endir fléttast saman í eina huggulega heild. Kannski má líkja starfsferli margra í dag við smásagnasafn; ein saga byrjar og þegar hún endar tekur næsta saga við. Mik- ilvægi ráðgjafar um nám og starf er því alltaf að aukast og slík ráðgjöf að sama skapi alltaf að verða fjölbreytilegri og eftirsóttari. Á síðustu árum hefur náms- og starfsráðgjöf í auknum mæli færst nær fólki á hinum almenna vinnu- markaði, á vinnumiðlanir og símenntunarmið- stöðvar. Einnig hefur náms- og starfsráðgjöfum fjölgað talsvert innan skólakerfisins þó enn megi þar gera betur, ekki síst hvað varðar almenna náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhalds- skólum. Náms- og starfsráðgjöf fæst við hvort tveggja; möguleika og hindranir. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að fólk eigi kost á aðstoð fagfólks við að skilgreina og nálgast það sem hentar hverj- um og einum í námi og starfi. Þjónusta náms- og starfsráðgjafa ætti raunar að vera sjálfsögð og aðgengileg öllum í nútímaþjóðfélagi. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Náms- og starfsráðgjöf ARNAR ÞORSTEINSSON Hár eða ekki hár Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra henti gaman að hæð Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól í gær þegar hann sagði að Tryggvi væri „hár í loftinu“. Þetta fór fyrir brjóstið á Birgi Ármannssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem móðgað- ist fyrir hönd Tryggva. Hann sagði að Steingrímur hefði átt að fá tiltal fyrir ummælin og að þau væru ráðherranum til skammar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir stýrði þingfundi og bað þingmenn að gæta hófs í málflutningi. Undir það fellur vænt- anlega að gera ekki meira úr hæð þingmanna en efni eru til. Stórmannlegt Tryggva virðist hins vegar ekki hafa sárnað jafn mikið og Birgi. Þegar hann steig í ræðustól byrjaði hann á því að lækka ræðupúltið og kvaðst enda vera svo hár í loftinu. Og var þar með hártogunum Steingríms og Tryggva um hæð þess síðarnefnda lokið. Heimurinn undir 42. þing Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hefst á morgun á Grand hóteli í Reykjavík. Á þinginu hættir Ögmundur Jónasson sem formaður BSRB eftir 20 ára starf og verður hátíðardagskrá honum til heiðurs í Háskólabíói á morgun. Á fimmtudaginn ber hins vegar svo við að Páll Skúlason, prófessor í heim- speki og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, heldur erindi fyrir fundargesti. Óhætt er að segja að Páll ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því erindi fyrirlestursins er: „Staða mála í heiminum. Hvað er til ráða?“ Að því komast félagar í BSRB eftir hádegi á fimmtudag. bergsteinn@frettabladid.isF áar þjóðir hafa fengið annað eins tækifæri upp í hend- urnar og það sem Íslendingar hafa nú. Kreppan er ekki bara vond. Hún felur í sér möguleika á að hugsa upp á nýtt og bæta samfélagið. Laugardaginn 14. nóvember eru 1.500 Íslendingar boðaðir til Þjóðfundar. Gert er ráð fyrir að 1.200 manns, sem valdir eru af handahófi úr þjóðskrá, mæti til fundarins auk 300 fulltrúa stofnana og samtaka. Sem fulltrúar þjóðarinnar munu þeir virkja sameiginlega visku sína og freista þess að ná samstöðu um grunngildi, framtíðarsýn og aðgerðir til endur- reisnar. Slíkt stefnumótunarferli er alþekkt hjá fyrirtækjum og félaga- samtökum, en ekki er vitað til þess að þjóð hafi með sambæri- legum hætti virkjað þegna sína til þátttöku og því er um ein- stakan atburð að ræða. Nánast daglega er talað við slembiúrtak þjóðarinnar í síma og fólk spurt fáeinna spurninga um afstöðu sína til mála. Hins vegar er ekki vitað til að áður hafi verið reynt að kalla svo stórt úrtak saman til fundar, þar sem málin eru rædd í heilan dag. Undirbúningshópur Þjóðfundar kallar sig Mauraþúfuna með vísan í sameiginlega visku fjöldans. Maurarnir eru sjálfboðalið- ar með ólíkan bakgrunn og skoðanir en eiga það sameiginlegt að telja kaflaskil nauðsynleg og treysta þjóðinni sjálfri til að leita lausna og skipuleggja framtíðina. Á fundinum verður fylgt aðferðafræði sem tryggir að öll sjón- armið komast að og niðurstöðurnar verða skýrar og skiljanlega fram settar þannig að hægt sé að nota þær í áframhaldandi endurreisnarstarfi. Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök eða skoðanahópur getur eignað sér framtakið eða stýrt útkom- unni. Allir sem vilja taka þátt í endurreisn samfélags okkar geta nýtt sér niðurstöðurnar. Þessa dagana fá fjölmargir Íslendingar boðsbréf á Þjóðfund. Vonandi hugsar hver og einn vandlega út í það hvílíkt tækifæri felst í að fá að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Kannski hugsa margir sem svo að þeir hafi ekki tíma til að mæta eða fátt fram að færa. Slík hugsun er þó alröng og gefur þeim sem hingað til hafa verið mest áberandi í samfélagsumræðunni færi á að einoka hana áfram. Markmið Þjóðfundarins er einmitt að draga fram vilja Íslendinga allra með því að kalla saman þver- skurð af þjóðinni. Hugsun Mauraþúfunnar sem undirbýr fundinn er að í sam- einingu sé hægt að færa til hlöss sem einstaklingurinn ræður ekki við. Í þeirri trú hefur sú sem hér heldur á penna tekið þátt í þessu starfi. Á sömu forsendum er óhætt að hvetja alla, sem fá þetta einstaka tækifæri upp í hendurnar, til að grípa það og taka þátt í að leggja inn í hugmyndabanka framtíðarinnar. Við skulum ekki vanmeta kraftinn og hugmyndaauðgina sem býr í Íslendingum. Ef við viljum breytingar, eru orð til alls fyrst. Virkjum sameiginlega visku þjóðarinnar. Lagt inn í hug- myndabankann HALLA TÓMASDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.