Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 26
22 20. október 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Stelpurnar okkar verða á ferðinni um helgina sem og í næstu viku en fram undan eru tveir leikir hjá þeim í undankeppni HM 2011. Báðir leikirnir verða spilaðir ytra en Ísland mætir Frakklandi á laugardag og síðan Norður-Írum á miðvikudag. Má segja að leikurinn gegn Frökkum sé annar tveggja úrslitaleikja í riðlinum enda Ísland og Frakkland klárlega sterkustu liðin í riðlinum. Leiðin á HM er löng enda dugar ekki að vinna riðilinn til þess að komast á HM. Sigurvegari riðilsins þarf nefnilega að mæta sigurvegara annars riðils og sigurvegarinn í því umspili kemst á HM. „Því er ekki að neita að ég hefði alveg verið til í að spila við eitthvað annað lið en Frakkland. Ég er orðinn pínuþreyttur og hefði verið fínt að fá smá tilbreytingu,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari spurður hvort hann væri ekki búinn að fá nóg af því að spila á móti Frökkum enda hafa liðin mæst ansi oft á síðustu árum. „Vonandi er það þannig að þetta sé annar af úrslitaleikjun- um í riðlinum en ég hef samt smá áhyggjur af þessum leik gegn Norður-Írum enda vitum við ekki mikið um liðið og rennum nokkuð blint í sjóinn. Við erum samt klárlega með sterkara lið en það er samt aldrei þægilegt að mæta liði sem maður veit ekki nógu mikið um,“ sagði Sigurður Ragnar. Landsliðið er með alla sína sterkustu leikmenn, en Guðrún Sóley Gunnarsdóttir getur ekki leikið vegna meiðsla. „Hún er búin að vera frábær og hefur spilað nánast alla leiki undir minni stjórn. Við eigum bæði Ernu og Sif sem og Ástu sem allar geta tekið þessa stöðu,“ sagði Sigurður Ragnar sem ætlar sér stóra hluti með liðið sem fyrr. „Að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur í þessum riðli. Annars tæki því varla að standa í þessu. Við höfum sett okkur það markmið að komast á HM og þá verðum við að vinna riðilinn og gott betur. Þetta verður því erfitt verkefni,“ sagði Sigurður en aðeins fimm lið frá Evrópu fá þáttökurétt á HM sem verður haldið í Þýskalandi. SIGURÐUR R. EYJÓLFSSON: TILKYNNTI LANDSLIÐSHÓPINN FYRIR LEIKINA GEGN FRÖKKUM OG NORÐUR-ÍRUM Orðið svolítið þreytandi að mæta Frakklandi FÓTBOLTI Ein besta knattspyrnukona landsins, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, er ekki í landsliðinu að þessu sinni enda er hún að glíma við erfið höfuðmeiðsli. Guðrún Sóley fékk heilahristing í fyrsta leik EM í Finnlandi gegn Frökkum og svo aftur í leik með Djurgarden á dögunum. Síðan þá hefur hún verið með mikinn höfuðverk og ekki liðið vel. Guðrún er því komin til Íslands og gekkst undir rannsókn- ir vegna meiðslanna í gær. „Það eru þrjár vikur síðan ég fékk seinni heilahristing- inn og ég hef í rauninni ekkert lagast síðan. Er stanslaust með haus- verk ásamt því að vera þreytt,“ sagði Guðrún Sóley en líklegt er talið að þetta séu venjuleg eftirköst heila- hristingsins en þau koma ef fólk fer sér ekki hægt. Það hefur Guðrún ekki verið að gera enda mætt á æfingar, spilað og ekki síst skallað boltann sem er óhjákvæmileg- ur hluti leiksins. „Ég spilaði þrjá leiki á EM eftir þetta og áttaði mig ekki á því þá að þetta gæti verið alvarlegt. Svo fór ég beint til Svíþjóð- ar og hélt áfram í stað þess að taka hvíld sem ég hefði líklega átt að gera,“ sagði Guð- rún og neitaði því ekki að það væri óþægi- leg tilfinning að vita ekki nákvæmlega hvað væri að sér í höfðinu. „Það er óþægilegt að vita ekki hvað er að. Svo er ég oft þreytt og þetta er búið að vera svona svo- lítið lengi. Það er líka þannig að ef maður hefur feng- ið heilahristing eru meiri líkur á að þetta komi fyrir aftur,“ sagði Guðrún Sóley sem gæti hugsanlega þurft að hvíla sig í einhverjar vikur til viðbótar. - hbg Guðrún Sóley Gunnarsdóttir gæti verið lengi frá vegna höfuðmeiðsla: Með hausverk í heilar þrjár vikur GUÐRÚN SÓLEY Ekki með landsliðinu og munar um minna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LANDSLIÐSHÓPURINN Átján manna hópurinn sem mætir Frökkum og Norður-Írum. Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden Þóra B. Helgadóttir Kolbotn Ásta Árnadóttir Tyresö Erna B. Sigurðardóttir Breiðablik Katrín Jónsdóttir Valur Ólína G. Viðarsdóttir Örebro Sif Atladóttir Valur Edda Garðarsdóttir Örebro Erla Steina Arnardóttir Kristianstad Hólmfríður Magnúsdóttir Kristianstad Katrín Ómarsdóttir KR Sara Björk Gunnarsdóttir Breiðablik Dóra María Lárusdóttir Valur Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik Guðný B. Óðinsdóttir Kristianstad Kristín Ýr Bjarnadóttir Valur Margrét Lára Viðarsdóttir Kristianstad Rake Hönnudóttir Þór FÓTBOLTI Ensku félögin Arsen- al og Liverpool verða í eldlín- unni í Meistaradeild Evrópu í kvöld en staða félaganna er held- ur ólík innan riðla sinna. Arsen- al getur með sigri farið langt með að tryggja sig áfram í milliriðil en Liverpool má helst ekki tapa til þess að lenda ekki í tómum vand- ræðum. Eftir brösugt gengi hjá Arsenal í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem Lundúnafélagið rétt marði 2- 3 útisigur gegn Standard Liege fylgdi þægilegur 2-0 sigur gegn Olympiakos í annarri umferðinni. Með sigri gegn AZ Alkmaar á úti- velli í kvöld komast „byssustrák- arnir“ hans Arsene Wenger því með annan fótinn í milliriðilinn. AZ Alkmaar og Arsenal hafa aldrei mæst í alvöru leik áður en Arsenal mætti hollenska félaginu í vígslu- leik DS-leikvangsins árið 2006 þar sem Arsenal fór með 0-3 sigur af hólmi. Wenger fékk slæm tíðindi fyrir leikinn því meiðsli Theos Walcott eru alvarlegri en fyrst var haldið og hann verður ekkert með næstu þrjár til fjórar vikurnar. Þá verður Tomas Rosicky ekki heldur með frekar en Nicklas Bendtner, Denilson, Eduardo da Silva og Johan Djourou. Gael Clichy stóðst þó læknisskoðun og verður í leik- mannahópunum. Liverpool hefur ekki verið sann- færandi í tveimur leikjum sínum til þessa í riðlakeppninni. Í fyrstu umferð vannst 1-0 sigur gegn Debrecen en í annarri umferð- inni steinlá félagið 2-0 gegn Fior- entina í Flórens. Liverpool þarf því helst á sigri að halda á Anfield gegn Lyon í kvöld en franska félag- ið hefur unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum. Liverpool hefur aldrei mætt Lyon áður í alvöru leik en hefur þó ærna ástæðu til bjartsýni þar sem félaginu hefur vegnað vel gegn frönskum félög- um á heimavelli sínum til þessa og unnið níu af ellefu leikjum og gert eitt jafntefli. Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez getur einnig glaðst yfir því að fyrirliðinn Steven Gerr- ard er leikfær að nýju eftir að hafa misst af tapleiknum gegn Sunder- land um helgina. Fernando Torres er þó enn frá vegna meiðsla og verður ekki í leikmannahópnum í kvöld. „Að fá Gerrard aftur er gríðar- lega mikill meðbyr fyrir okkur en Torres er ekki í það góðu standi að við getum tekið áhættu með hann. Við þurfum nauðsynlega á sigri að halda gegn Lyon ekki bara upp á stöðuna í riðlinum heldur einnig til þess að byggja upp sjálfstraust fyrir leikinn gegn Manchester United um helgina,“ sagði Benitez á blaðamannafundi í gær. omar@frettabladid.is Gerrard með en ekki Torres Steven Gerrard er leikfær að nýju þegar Liverpool mætir Lyon í mikilvægum leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Arsenal mætir AZ Alkmaar. GERRARD OG TORRES Var sárt saknað þegar Liverpool tapaði fyrir Sunderland um helgina. Steven Gerrard er leikfær gegn Lyon í kvöld en Fernando Torres er enn frá vegna meiðsla. NORDIC PHOTOS/GETTY LEIKIR KVÖLDSINS E-riðill: Debrecen-Fiorentina Liverpool-Lyon Stöð 2 Sport F-riðill: Barcelona-Rubin Kazan Stöð 2 Sport 4 Inter-Dynamo Kiev G-riðill: Rangers-Unirea Urziceni Stuttgart-Sevilla H-riðill: AZ Alkmaar-Arsenal Stöð 2 Sport 3 Olympiakos-Standard Liege > Stórleikir í 32 liða úrslitum Í gær var dregið í forkeppni og 32 liða úrslit Subway- bikars karla í körfubolta og vægast sagt hægt að segja að strax verði boðið upp á mjög áhugaverða leiki. Þrír innbyrðis leikir liða í Iceland Express- deildinni eru á boðstólum í 32 liða úrslitum að þessu sinni. Bikarmeist- arar Stjörnunnar fá Keflvíkinga í heimsókn, Breiðablik tekur á móti FSu og Íslands- meistarar KR heimsækja Njarðvíkinga. Leikirnir í 32 liða úrslitunum verða spilaðir 7.-8. nóvember. Nánar má lesa um dráttinn á Vísi. Iceland Express-deild karla Breiðablik-Snæfell 62-81 (29-40) Stigahæstir hjá Breiðabliki: John Davis 20, August Angantynsson 10. Stigahæstir hjá Snæfelli: Jón Ólafur Jónsson 26, Hlynur Bæringsson 18 (21 frákast), Sigurður Á. Þorvaldsson 13 (9 fráköst). Stjarnan-Keflavík 82-73 (37-33) Stigahæstir hjá Stjörnunni: Justin Shouse 24, Jovan Zdravevski 22, Fannar Freyr Helgason 20 (18 fráköst), Kjartan Atli Kjartansson 11 (8 fráköst). Stigahæstir hjá Keflavík: Gunnar Einarsson 18, Hörður Axel Vilhjálmsson 17 (8 fráköst), Rashon Clark 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10. Fjölnir-Grindavík 85-90 (44-44) Stigahæstir hjá Fjölni: Christopher Smith 23, Ægir Þór Steinarsson 17, Arnþór Freyr Guð- mundsson 13, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 12. Stigahæstir hjá Grindavík: Amani Daanish 29 (9 fráköst), Páll Axel Vilbergsson 20 (8 fráköst), Þorleifur Ólafsson 18, Brenton Birmingham 12. Enska úrvalsdeildin Fulham-Hull 2-0 1-0 Bobby Zamora (43.), 2-0 Diomansy Kamara (64.). Undankeppni HM 2010 Leikir í umspili sem fer fram 14. og 18. nóv. Portúgal-Bosnía/Hersegóvína Írland-Frakkland Grikkland-Úkraína Rússland-Slóvenía ÚRSLIT Grétar Arnbergsson á Flateyri axlarbrotnaði þann 14. mars 2009. Bæklunarlæknirinn hans var ekki bjartsýnn á að almennileg virkni næðist í axlarliðinn. Grétar byrjaði að taka HAFKALK um mánaða- mótin júní/júlí og er sannfærður um að beinin hafi gróið fyrr og betur en annars hefði verið. Hafkalkið hafi fl ýtt fyrir bata og hreyfi getan sé mun betri en búist var við. Að öðru leyti segist Grétar fi nna mikinn mun á sér, verkir í hnjánum séu horfnir. Hann hafi ekið frá Borgarfi rði eystri og til Flateyrar síðla sumars, án mikillar hvíldar, og lítið fundið fyrir verk í mjaðmarlið. Liðverkirnir hefðu verið að plaga hann lengi og Grétar segist geta mælt með hafkalkinu, það virki! Kalkþörungar úr Arnarfi rði innihalda u.þ.b. 30% Kalsíum, 2% Magnesíum og stein- og snefi lefni eins og járn, sink, selen, kalíum, mangan, joð og kóbalt. Fæst í öllum helstu lyfja- og heilsubúðum Grétar Arnbergsson „Grétar á gröfunni” Styrkir brjósk og bein og getur dregið úr liðverkjum vegna slitgigtar KÖRFUBOLTI Annarri umferð Ice- land Express-deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi með þremur leikjum. Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiða- bliki, Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík og Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Fjölni. Þrátt fyrir að heimamenn í Breiðabliki hafi byrjað betur gegn Snæfelli í Smáranum í gær þá varð afleitur annar leikhluti Blika þeim að falli. Snæfell leiddi 29-40 í hálfleik og hélt ótrautt áfram og vann að lokum nítján stiga sigur, 62-81. Stjarnan var alltaf skref- inu á undan Keflavík í leik lið- anna í Garðabæ í gær en staðan í hálfleik var 57-54 fyrir Stjörn- una. Keflvíkingar náðu reyndar að jafna leikinn 60-60 snemma í lokaleikhlutanum áður en Stjörnumenn gáfu í á nýjan leik og unnu að lokum 82-73 sigur. Flestir bjuggust við auðveldum sigri Grindavíkur gegn Fjölni í Grafarvogi en það varð alls ekki tilfellið. Staðan var jöfn 44-44 í hálfleik og Fjölnismenn leiddu leikinn allt þangað til í blálok- in þegar taugar gestanna voru sterkari. Grindavík vann 85-90 og hefur unnið báða leiki sína, líkt og Stjarnan og Snæfell. - óþ Iceland Express-deild karla: Tæpur sigur Grindvíkinga HLYNUR BÆRINGSSON Átti fínan leik með Snæfelli í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.