Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 20. október 2009 19 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 20. október 2009 ➜ Tónleikar 20.30 Papar halda tónleika í félags- heimilinu á Ólafsvík. Sérstakir gestir verða Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens. Húsið verður opnað kl. 20. 21.00 Fabúla ásamt hljómsveit, verður með tónleika á Rósenberg við Klapparstíg. ➜ Síðustu Forvöð Sýningu Harðar Lárussonar „50 mann- lýsingar“ á Mokka við Skólavörðustíg 3a, lýkur á fimmtudaginn. Opið daglega kl. 9-18.30. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir kvikmynd leikstjórans Roberts Bresson „Pickpocket“ (1959). Sýningar fara fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Enskur texti. ➜ Leikrit 20.00 Leikfélag Ölfuss sýnir gaman- leikritið „Maður í mislitum sokkum“ eftir Arnmund Backman. Sýningin fer fram í Versölum við Hafnarberg í Þor- lákshöfn. ➜ Málþing 12.30 Félagsfræðingafélag Íslands og Lýðheilsustöð standa fyrir málþingi um fjölmiðla og lýðheilsu á Hótel Sögu við Hagatorg. Nánari upplýsingar á www. lydheilsustod.is. ➜ Bækur 20.00 Hjá Alliance Fran- çaise við Tryggvagötu 8, verður opnuð sýning á teikningum Hugleiks Dagssonar í tilefni af því að fyrsta bók hans er nýkomin út í franskri þýðingu. Takmarkað upplag af frönsku þýðingunni verður til sölu. Nánari upp- lýsingar á www.af.is ➜ Fyrirlestrar 12.00 Mark Weiner flytur erindi um uppruna og byggingu stjórnarskrár Bandaríkja Norður-Ameríku hjá Háskól- anum á Akureyri, Sólborg, (L201) við Norðurslóð. 12.00 Skúli Sæland sagnfræðingur flytur erindið „Ímyndarkreppa Skál- holts og viðreisn þess um miðja síðustu öld“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. 17.30 Matti Ósvald heilsufræðingur flytur erindið „Hvað er málið með aukakílóin“ í versluninni Maður lifandi við Borgartún 24. Nánari upplýsingar á www.madurlifandi.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Ævintýramyndin Where The Wild Things Are fór beint á toppinn á lista yfir aðsóknarmestu mynd- irnar vestanhafs um síðustu helgi. Náði hún meiri aðsókn en tryll- irinn Law Abiding Citizen með Jamie Foxx í aðalhlutverki sem var einnig frumsýnd um helg- ina. Where The Wild Things Are, sem blandar saman leikurum og teiknuðum persónum, er byggð á barnabók Maurice Sendak. Fjallar hún um strák sem ferðast til lands þar sem skrímsli eiga heima. Leikstjóri er Spike Jonze og leikararnir Forest Whittaker og James Gandolfini ljá tveimur skrímslum raddir sínar. Skrímsli fóru á toppinn WHERE THE WILD THINGS ARE Ævintýra- myndin sló í gegn vestanhafs. Iceland Airwaves-hátíðinni lauk á sunnudagskvöldið. Trausti Júlíus- son stóð vaktina á Nasa. Sunnudagskvöldið hefur smám saman verið að fá meira vægi á dagskrá Iceland Airwaves og í ár var keyrt á fullum krafti á tveimur stöðum, Sódómu og Nasa. Ég ákvað að halda mig alfarið á síðarnefnda staðnum, enda dagskráin þar sér- staklega spennandi. Fyrst á svið var hið unga dúó, Captain Fufanu, sem spilaði dub skot- ið teknó, lifandi og tilraunasækið. Þeir eru dæmi um aukna grósku í íslenskri raf- og danstónlist, en hún kom mjög sterk inn á Airwaves 2009. Weirdcore, Breakbeat.is og Reyk Veek voru öll með sín sérkvöld, en að auki var raf- og danstónlist áber- andi á nokkrum öðrum kvöldum og dagskráin á Nasa á sunnudagskvöld- ið var hrein danstónlistarveisla. Á eftir Captain Fufanu var röðin komin að DJ Margeiri að spila með fimm manna strengjasveit úr Sin- fóníuhljómsveitinni undir stjórn Samma úr Jagúar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þessa samvinnu plötusnúðs og strengjasveitar og hún kom mjög vel út. Uppistaðan var langt verk með hægum stíganda sem náði góðum tökum á áhorfend- unum sem svo gott sem fylltu Nasa á þessum tímapunkti. Manni dettur í hug að það mætti taka þetta dæmi enn lengra með stærri hljómsveit og jafnvel söngrödd. Næstur á svið var Friðfinnur Sigurðsson sem kallar sig Ocul- us. Hann skilaði ágætu teknósetti sem hann impróviseraði að hluta, en á eftir honum kom þýska sveit- in Wareika sem hefur verið að spila með Gus Gus á tónleikaferðinni hennar síðustu vikur. Þeir þremenn- ingar blanda ýmsum óvenjulegum hlutum við danstónlistina, þ.á m. afró-töktum, poppsöng og balkönsk- um stefjum. Á köflum fínt sett, en virkaði svolítið ómarkvisst. Það voru svo Nasa-kóngarnir í Gus Gus sem kláruðu kvöldið. Þeir spiluðu í rúmlega einn og hálfan tíma og fengu stappfullan salinn til að hoppa, klappa og veifa höndun- um eins og það væri enginn morg- undagur. Þeir spiluðu mest efni af nýju plötunni 24/7, þ.á m. mjög flotta útgáfu af Add This Song, en líka eldri stykki eins og Ladyshave og partíbombuna Moss. Hljómsveit- in er greinilega í mjög góðu formi þessa dagana og Daníel Ágúst naut sín sérstaklega vel á sviðinu. Og þar með lauk Airwaves 2009. Með stæl. Hrynheitt sunnudagskvöld á Airwaves GUSGUS Lauk Airwaves þetta árið með stæl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.